Armenía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 13 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2006, þegar André varð fyrsti þátttakandinn til að keppa fyrir hönd Armeníu og fyrsti söngvarinn frá Kákasus svæðinu. Armenía hefur endað í topp 10 sætunum í sjö skipti. Besti árangur landsins er fjórða sæti sem var náð af Sirusho með laginu „Qéle Qéle“ (2008) og af Aram Mp3 með „Not Alone“ (2014). 2011 var í fyrsta sinn sem Armenía komst ekki áfram í lokaúrslitin. Eftir það dróg Armenía sig úr keppninni 2012 vegna áhyggjum varðandi öryggi í Bakú. Árin 2018 og 2019 komst landið ekki áfram í annað og þriðja sinn.
↑Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp 10 löndin, ásamt Stóru-Fjóru löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp 10 sætanna, fengju löndin í 11. og 12. sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp 10.