Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018 | |
---|---|
Fyrri undanúrslit | 8. maí 2018 |
Seinni undanúrslit | 10. maí 2018 |
Úrslit | 12. maí 2018 |
Kynnar | Sílvia Alberto, Daniela Ruah, Catarina Furtado, Filomena Cautela |
Sjónvarpsstöð | ![]() |
Staður | Lissabon, Portúgal |
Sigurlag | Toy |
Fjöldi ríkja | 43 |
Endurkomur | ![]() |
Lönd sem ekki taka þátt | ![]() |
2017 ![]() |
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018 var haldin í Lissabon í Portúgal eftir að Salvador Sobral vann keppnina 2017 með lagið „Amar pelos dois“. Undankeppnirnar tvær voru haldnar 8. og 10. maí, og aðalkeppnin var haldin 12. maí.[1] 43 lönd tóku þátt í keppninni, þar sem Rússland sneri aftur. Bosnía og Hersegóvína tók ekki þátt í þessari keppni, en það er í annað skiptið í röð.
Sigurvegarinn var Ísrael með lagið „Toy“, sem var flutt af Netta. Þetta var fjórði sigur Ísrels, eftir sigur þeirra 1978, 1979 og 1998. Í fyrsta skptið síðan að undanúrslit voru kynnt 2004, komust Azerbaijan, Rúmenía og Rússland ekki í úrslit. Einnig náði ekkert Kákasus ríkjanna í úrslit, sem hefur ekki gerst síðan 2005.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Lisbon revealed as Host City of the 2018 Eurovision Song Contest!“. eurovision.tv. European Broadcasting Union. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 júlí 2017. Sótt 25 júlí 2017.