Fara í innihald

Spánn í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spánn

Sjónvarpsstöð Radiotelevisión Española (RTVE)
Söngvakeppni Benidorm Fest (2022)
Ágrip
Þátttaka 60
Fyrsta þátttaka 1961
Besta niðurstaða 1. sæti: 1968, 1969
Núll stig 1962, 1965, 1983
Tenglar
Síða RTVE
Síða Spánar á Eurovision.tv

Spánn hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 60 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1961. Ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Bretlandi er Spánn eitt af „Stóru Fimm“ löndunum sem fara sjálfkrafa áfram í úrslit þar sem að þessi lönd veita mestu fjármögnun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Spánn hefur tekið þátt í öllum keppnunum frá fyrstu þátttöku. Eina landið með lengri samfellda þátttöku er Bretland síðan 1959.

Spánn hefur unnið keppnina í tvö skipti. Það fyrra var árið 1968 með Massiel og laginu „La, la, la“, og seinna árið 1969 með Salomé og laginu „Vivo cantando“. Sigurinn árið 1969 var skiptur niður á milli Hollands, Frakklands og Bretlands. Keppnin sem var haldin sama ár er í eina skipti sem að keppnin hefur verið á Spáni. Landið hefur einnig endað í topp-3 í 5 skipti eftir það; Karina (1971), Mocedades (1973), Betty Missiego (1979) og Anabel Conde (1995) í öðru sæti, og Bravo (1984) í þriðja sæti. Spánn endaði í seinasta sæti árin 1962, 1965, 1983, 1999 og 2017.

Frá árinu 2005 hefur Spánn aðeins endað í topp-10 í tvö skipti; Pastora Soler (2012) og Ruth Lorenzo (2014) í tíunda sæti. Einnig hefur landið ekki komist upp úr topp-20 í 10 af 16 keppnum síðan þá. Spánn er með núverandi lengstu þátttöku án sigurs, eða samtals 52 ár frá 1969.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1961 Conchita Bautista Estando contigo spænska 9 8 Engin undankeppni
1962 Victor Balaguer Llámame spænska 13 0
1963 José Guardiola Algo prodigioso spænska 12 2
1964 Los TNT Caracola spænska 12 1
1965 Conchita Bautista Qué bueno, qué bueno spænska 15 0
1966 Raphael Yo soy aquél spænska 7 9
1967 Raphael Hablemos del amor spænska 6 9
1968 Massiel La, la, la spænska 1 29
1969 Salomé Vivo cantando spænska 1 [a] 18
1970 Julio Iglesias Gwendolyne spænska 4 8
1971 Karina En un mundo nuevo spænska 2 116
1972 Jaime Morey Amanece spænska 10 83
1973 Mocedades Eres tú spænska 2 125
1974 Peret Canta y sé feliz spænska 9 10
1975 Sergio y Estíbaliz Tú volverás spænska 10 53
1976 Braulio Sobran las palabras spænska 16 11
1977 Micky Enséñame a cantar spænska 9 52
1978 José Vélez Bailemos un vals spænska, franska 9 65
1979 Betty Missiego Su canción spænska 2 116
1980 Trigo Limpio Quédate esta noche spænska 12 38
1981 Bacchelli Y sólo tú spænska 14 38
1982 Lucía Él spænska 10 52
1983 Remedios Amaya ¿Quién maneja mi barca? spænska 19 0
1984 Bravo Lady, Lady spænska 3 106
1985 Paloma San Basilio La fiesta terminó spænska 14 36
1986 Cadillac Valentino spænska 10 51
1987 Patricia Kraus No estás solo spænska 19 10
1988 La Década Prodigiosa La chica que yo quiero spænska 11 58
1989 Nina Nacida para amar spænska 6 88
1990 Azúcar Moreno Bandido spænska 5 96
1991 Sergio Dalma Bailar pegados spænska 4 119
1992 Serafín Zubiri Todo esto es la música spænska 14 37
1993 Eva Santamaría Hombres spænska 11 58 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Alejandro Abad Ella no es ella spænska 18 17 Engin undankeppni
1995 Anabel Conde Vuelve conmigo spænska 2 119
1996 Antonio Carbonell ¡Ay, qué deseo! spænska 20 17 14 43
1997 Marcos Llunas Sin rencor spænska 6 96 Engin undankeppni
1998 Mikel Herzog ¿Qué voy a hacer sin ti? spænska 16 21
1999 Lydia No quiero escuchar spænska 23 1
2000 Serafín Zubiri Colgado de un sueño spænska 18 18
2001 David Civera Dile que la quiero spænska 6 76
2002 Rosa Europe's Living a Celebration spænska, enska 7 81
2003 Beth Dime spænska 8 81
2004 Ramón Para llenarme de ti spænska 10 87 Meðlimur Stóru 4
2005 Son de Sol Brujería spænska 21 28
2006 Las Ketchup Un Blodymary spænska 21 18
2007 D'Nash I Love You Mi Vida spænska, enska 20 43
2008 Rodolfo Chikilicuatre Baila el Chiki-chiki spænska, enska 16 55
2009 Soraya Arnelas La noche es para mí spænska, enska 24 23
2010 Daniel Diges Algo pequeñito spænska 15 68
2011 Lucía Pérez Que me quiten lo bailao spænska 23 50 Meðlimur Stóru 5
2012 Pastora Soler Quédate conmigo spænska 10 97
2013 El Sueño de Morfeo Contigo hasta el final spænska 25 8
2014 Ruth Lorenzo Dancing in the Rain enska, spænska 10 74
2015 Edurne Amanecer spænska 21 15
2016 Barei Say Yay! enska 22 77
2017 Manel Navarro Do It for Your Lover spænska, enska 26 5
2018 Amaia & Alfred Tu canción spænska 23 61
2019 Miki La venda spænska 22 54
2020 Blas Cantó Universo spænska Keppni aflýst [b]
2021 Blas Cantó Voy a quedarme spænska 24 6 Meðlimur Stóru 5
2022 [1] Chanel [2] SloMo spænska, enska Væntanlegt
  1. Í keppninni árið 1969 voru fjórir sigurvegarar. Engar reglur voru þá til um bráðabana og voru þar af leiðandi öll löndin talin sem sigurvegarar. Hin löndin sem unnu voru Bretland, Frakkland og Holland.
  2. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
  2. Farren, Neil (30. janúar 2022). „Spain: Chanel to Eurovision 2022“. Eurovoix (enska). Sótt 30. janúar 2022.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.