Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1978
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1978 var haldin í Frakklandi með þátttakendum frá tuttugu löndum, sem var nýtt met á þeim tíma. Keppnin var 23 í röðinni og var haldin á laugardegi 22. apríl.
Tvö lönd komu til baka í keppnina og ekkert land gerði frumraun eða dróg sig úr keppni. Löndin sem komu til baka voru Danmörk og Tyrkland. Malta, Júgóslavía voru einu löndin sem ekki voru með en keppnin var sýnd í beinni útsendingu í Júgóslavíu.
Danmörk var að koma aftur í keppnina eftir 11 ára hlé en þau drógu sig úr keppni árið 1967 þegar að nýr eigandi dönsku sjónvarpsstöðvarinnar sagði að hægt væri að nota peninga á betri hátt.
Keppnin var sýnd í nokkrum öðrum löndum sem ekki tóku þátt og þau eru Júgóslavía, Túnis, Marokkó, Alsír, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Búlgaría, Ísland, Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Jórdanía, Hong Kong, Japan og í fyrsta sinn í Dúbæ. Búlgaría og Ísland sendu keppnina ekki út í beinni útsendingu.
Þessi keppni var fyrsta keppnin þar sem Tyrkland og Grikkland tóku þátt saman en þau gáfu ekki stig til hvors annars. Grikkir drógu sig úr keppni árið 1975 til að mótmæla þáttöku Tyrklands sem gerði frumraun það ár. Tyrkir drógu sig úr keppni árið 1976 og Grikkir komu aftur með lag sem fjallaði um árás Tyrkja á Kýpur. Tyrkland var ekki heldur með árið 1977.
Sænski keppandinn það ár vildi mótmæla því að það mætti ekki syngja á hvaða tungumáli sem er og ætlaði að syngja á ensku en hætti við á síðustu stundu, eiginlega þegar að hann var komin á sviðið. Hann gleymdi fyrstu línunum og bullaði upp einhvern texta, á sænsku svo bara Svíar vissu að hann var að syngja vitlaust og Svíar gátu ekki kosið lagið. Textinn sem hann bullaði upp var þesssi: „Dagarnir og kvöldin, ég er lifandi“. Hann söng á sænsku og þetta er bein þýðing yfir á íslensku.
Noregur fékk ekkert stig í fyrsta sinn í þessu stigakerfi en annað sinn í keppnini. Fyrsta skiptið var árið 1963 þegar að Noregur, Holland, Finnland og Svíþjóð fengu ekkert í sinn pott. Ísrael vann í fysrta sinn og Belgía var í öðru sæti. í Jórdaníu og fleiri Afríkuríkjum var útsendingin rofin þegar að framlag Ísraela var sungið og þegar að nokkuð ljóst var að Ísrael myndi vinna. Í Jórdaníu var sagt í dagblöðum daginn eftir að Belgía hefði unnið keppnina.
Lönd, lög og niðurstöður
[breyta | breyta frumkóða]- „Born to sing“ Colm C. T. Wilkinson 5. 86 stig
- „Mil etter mil“ Jahn Teigen 20. 0 stig
- „Questo amore“ Ricchi e Poveri 12. 53 stig
- „Anna rakkaudelle tilaisuus“ Seija Simola 18. 2 stig
- „Dai li dou“ Gemini 17. 5 stig
- „Il y aura toujours des violons“ Joël Prévost 3. 119 stig
- „Bailemos un vals“ José Vélez 9. 65 stig
- „Bad old days“ Co-Co 11. 61 stig
- „Vivre“ Carole Vinci 9. 65 stig
- „L'amour ça fait chanter la vie“ Jean Vallée 2. 125 stig
- „'t Is OK“ Harmony 13. 37 stig
- „Sevince“ Nilüfer & Nazar 18. 2 stig
- „Feuer“ Ireen Sheer 6. 84 stig
- „Les jardins de Monaco“ Caline & Snið:Olivier Toussaint 4. 107 stig
- „Charlie Chaplin“ (Τσάρλυ Τσάπλιν) Tania Tsanaklidou 8. 66 stig
- „Boom-Boom“ Mabel 16. 13 stig
- „Parlez-vous français?“ Baccara 7. 73 stig
- „A-BA-NI-BI“ Izhar Cohen & the Alphabeta 1. 157 STIG
- „Mrs. Caroline Robinson“ Springtime 15. 14 stig
- „Det blir alltid värre framåt natten“ Björn Skifs 14. 26 stig