Fara í innihald

Gleðibankinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Gleðibankinn“
Lag eftir ICY
Lengd3:03
LagahöfundurMagnús Eiríksson
TextahöfundurMagnús Eiríksson
Tímaröð í Eurovision
„Hægt og hljótt“ (1987) ►

Gleðibankinn“ er íslenskt dægurlag sem söngflokkurinn ICY flutti í Eurovision árið 1986 þegar Ísland tók þátt í keppninni í fyrsta skipti.

Söngvakeppni Sjónvarpsins var fyrst haldin 7. mars 1981, fimm árum síðar tók Ísland fyrst þátt í evrópsku keppninni, þann 15. mars árið 1986 þegar lag Magnúsar Eiríkssonar, „Gleðibankinn“ í flutningi Pálma Gunnarssonar bar sigur úr býtum og varð í kjölfarið framlag Íslands í Eurovison en keppnin var haldin í Bergen í Noregi þann 3. maí 1986.[1]

Eftir að lagið vann Söngvakeppnina hér heima tók það talsverðum breytingum. Það var fært í diskóbúning, útsetningu lagsins breytt og tveimur flytjendum bætt við, þeim Helgu Möller og Eiríki Haukssyni og fluttu þau lagið ásamt Pálma í keppninni í Bergen og kom söngflokkurinn fram undir heitinu ICY. Breytingarnar voru gerðar án samráðs við Magnús Eiríksson höfund lagsins og fór hann ekki í grafgötur með það á sínum tíma að hann væri ósáttur við þær.[2]

Íslendingar höfðu miklar væntingar til lagsins í aðdraganda keppninnar og til dæmis var því haldið fram á forsíðu Dagblaðsins Vísis nokkrum dögum fyrir keppni að „Gleðibankinn“ nyti mikilla vinsælda og efstu sætin í söngvakeppninni væru í sjónmáli.[3] Óhætt er að segja að það verið ýmsum talsverð vonbrigði þegar í ljós kom að lagið hafnaði í 16. sæti í keppninni.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Gleðibankinn opnar gjaldeyrisdeild“. Dagblaðið Vísir, 17. mars 1986 (skoðað 19. janúar 2020)
  2. Helgi Jónsson, „Magnús Eiríksson (1945-)“ Glatkistan.com (skoðað 19. janúar 2020)
  3. „Sigurlíkur þrátt fyrir flensu“, Dagblaðið Vísir, 30. apríl 1986 (skoðað 19. janúar 2020)