Sigga Beinteins
Útlit
(Endurbeint frá Sigríður Beinteinsdóttir)
Sigga Beinteins | |
---|---|
Fædd | Sigríður Beinteinsdóttir 26. júlí 1962 |
Störf | Söngkona |
Sigríður Beinteinsdóttir (f. 26. júlí 1962), eða Sigga Beinteins, er söngkona Stjórnarinnar. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árin 1990 með Stjórninni með laginu „Eitt lag enn“ (4. sæti), síðan árið 1992 með Heart2Heart með lagið „Nei eða já“ (7. sæti) og loks í þriðja skipti árið 1994 með laginu „Nætur“ (12. sæti). Hún er sú sem hefur farið oftast sem forsöngvari fyrir hönd Íslands í aðalkeppnina. Sigga söng einnig bakraddir hjá Silvíu Nótt í keppninni árið 2006.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Desember (1993)
- Sigga (1997)
- Flikk-flakk (1998)
- Fyrir þig (2003)
- Allt eða ekkert (2005)
- Til eru fræ (2007)
- Jólalögin mín (2009)
Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Nætur - Night Times (1994)
- Jörð (2003)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Siggu Beinteins Geymt 7 september 2011 í Wayback Machine