Óttarr Proppé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Óttarr Proppé, 2014

Óttarr Proppé (fæddur 7. nóvember 1968) er íslenskur tónlistarmaður, leikari og fyrrum stjórnmálamaður.

Óttarr var kosinn á Alþingi fyrir Bjarta framtíð árið 2013 og sat á þingi til 2017. Hann var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember sama ár og formaður Bjartrar framtíðar frá 2015-2017. Óttarr var áður borgarfulltrúi Besta flokksins í Reykjavík frá 2010-2013.[1]

Hann er meðlimur í hljómsveitinni HAM auk þess sem hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock. Þá lék hann í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík árið 1992.

Eftir að Óttarr lét af þingmennsku hefur hann starfað sem verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingi, Æviágrip - Óttarr Proppé (skoðað 28. júlí 2019)
  2. Mbl.is, „Fyrrverandi ráðherra verður verslunarstjóri“ (skoðað 28. júlí 2019)
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.