Óttarr Proppé
Útlit
Óttar Proppé | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Heilbrigðisráðherra Íslands | |||||||||||||
Í embætti 11. janúar 2017 – 30. nóvember 2017 | |||||||||||||
Forsætisráðherra | Bjarni Benediktsson | ||||||||||||
Forveri | Kristján Þór Júlíusson | ||||||||||||
Eftirmaður | Svandís Svavarsdóttir | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Borgarfulltrúi í Reykjavík | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 7. nóvember 1968 Reykjavík, Íslandi | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Björt framtíð | ||||||||||||
Maki | Svanborg Þórdís Sigurðardóttir | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Óttarr Proppé (fæddur 7. nóvember 1968) er íslenskur tónlistarmaður, leikari og fyrrum stjórnmálamaður.
Óttarr var kosinn á Alþingi fyrir Bjarta framtíð árið 2013 og sat á þingi til 2017. Hann var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember sama ár og formaður Bjartrar framtíðar frá 2015-2017. Óttarr var áður borgarfulltrúi Besta flokksins í Reykjavík frá 2010-2013.[1]
Hann er meðlimur í hljómsveitinni HAM auk þess sem hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock. Þá lék hann í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík árið 1992.
Eftir að Óttarr lét af þingmennsku hefur hann starfað sem verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alþingi, Æviágrip - Óttarr Proppé (skoðað 28. júlí 2019)
- ↑ Mbl.is, „Fyrrverandi ráðherra verður verslunarstjóri“ (skoðað 28. júlí 2019)