Óttarr Proppé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Óttarr Proppé, 2014

Óttarr Proppé (fæddur 7. nóvember 1968) er íslenskur tónlistarmaður, leikari og stjórnmálamaður. Hann var heilbrigðisráðherra (Björt framtíð) frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember sama ár. Óttarr var áður borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2010.

Hann er meðlimur í hljómsveitinni HAM auk þess sem hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock. Þá lék hann í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík árið 1992.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.