Ágústa Eva Erlendsdóttir
Ágústa Eva Erlendsdóttir | |
---|---|
Fædd | 28. júlí 1982 |
Störf |
|
Þekkt fyrir | Silvíu Nótt |
Ágústa Eva Erlendsdóttir (f. 28. júlí 1982) er íslensk söng- og leikkona. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Silvía Nótt og sem söngkona hljómsveitarinnar Ske.
Ágústa er næstyngst fimm systkina. Hún ólst upp í Hveragerði en flutti á unglingsárunum til Hafnarfjarðar og gekk í Víðistaðaskóla. Hún hóf nám við Menntaskólann í Kópavogi en lauk ekki námi. Hún var virk í leiklist og söng, enda eru það hennar helstu áhugamál. Hún hefur líka fengist við það að teikna.
Ágústa var söngkona í rapphljómsveitinni Kritikal Mazz sem gaf út samnefnda plötu árið 2002. Platan fékk tilnefningu sem besta íslenska hiphop platan á Tónlistarverðlaunum Radio X og Undirtóna. Trausti Júlíusson gagnrýnandi í Fókus sagði plötuna vera eina bestu hiphop plötuna sem komið hefði út á Íslandi.
Ágústa tók þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Kópavogs, til dæmis Memento Mori. Árið 2004 lék hún í Hárinu. Leikstjóri verksins var Rúnar Freyr Gíslason og tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Í hlutverki Bergers var Björn Thors.
Árið 2005 hlaut Ágústa og/eða Silvía Nótt, tvær Eddur á Edduverðlaununum. Silvía var valin sjónvarpsmaður ársins og þátturinn hennar Sjáumst með Silvíu Nótt var valinn skemmtiþáttur ársins. Ári seinna, það er að segja 2006, lék hún í bíómyndinni Mýrinni sem gerð var eftir samnefndri bók eftir Arnald Indriðason. Hún lék dóttur Erlends, Evu Lind sem er fíkniefnaneytandi.
Árið 2008 tók hún þátt í undirbúningi að þróun skemmtiþáttarins Svalbarða, sem er þáttur í stjórn Þorsteins Guðmundssonar. Í þættinum er hún söngkona hljómsveitarinnar sem leikur tónlist milli atriða. Skrifar innslög sem og að leika í þeim sjálf með Þorsteini.
Árið 2009 lék hún Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Hún leikur einnig Margreti í kvikmynd Ólafs De fleur í framleiðslu Popoli, Laxdæla Lárusar.
Ágústa er í hljómsveitinni Sycamore Tree
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
2005 | Sjáumst með Silvíu Nótt | Silvía Nótt | 15 þættir - Edduverðlaun |
2006 | Mýrin | Eva Lind | |
2007 | The Silvia Night Show | Silvía Nótt | |
2008 | Sveitabrúðkaup | Auður | |
2009 | Epic Fail | Sigga | stuttmynd |
Góða ferð | stuttmynd | ||
Bjarnfreðarson | Bjarnfreður Geirsdóttir | ||
2011 | Kurteist fólk | Margrét | |
Borgríki | Andrea | ||
2012 | Ávaxtakarfan | Eva Appelsína | |
2013 | Frosinn | Elsa | |
2019 | Beforeigners | Urðr Sighvatsdóttir |