Fara í innihald

Tyrkland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tyrkland

Sjónvarpsstöð Türkiye Radyo ve Televizyon Kurumu (TRT)
Söngvakeppni Engin
Ágrip
Þátttaka 34 (33 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1975
Besta niðurstaða 1. sæti: 2003
Núll stig 1983, 1987
Tenglar
Síða Tyrklands á Eurovision.tv

Tyrkland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 34 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1975. Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004, komst landið ekki áfram í eitt skipti, árið 2011. Tyrkland hefur unnið keppnina einu sinni sem var árið 2003 og þar af leiðandi hélt keppnina árið eftir í Istanbúl (2004).

Tyrkland endaði í seinasta sæti í sinni fyrstu þátttöku árið 1975 og fékk núll stig árin 1983 og 1987. Fyrsta niðustaða innan topp-10 kom árið 1986, með Klips ve Onlar í níunda sæti. Sebnem Paker náði fyrstu topp-5 niðurstöðu árið 1997, í þriðja sæti með laginu „Dinle“.

Fyrsti sigur landsins kom árið 2003 þegar Sertab Erener vann með laginu „Everyway That I Can“. Landið endaði aðeins 2 stigum fyrir ofan Belgíu. Aðrar topp-5 niðurstöður voru með Athena (2004), Kenan Doğulu (2007) og Hadise (2009) í fjórða sæti, og nýþungarokkhljómsveitin maNga (2010) í öðru sæti. Eftir árið 2012, dró landið sig úr keppni.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1975 Semiha Yankı Seninle Bir Dakika tyrkneska 19 3 Engin undankeppni
1978 Nilüfer & Nazar Sevince tyrkneska 18 2
1979 Maria Rita Epik & 21. Peron Seviyorum tyrkneska Dregið úr keppni [a]
1980 Ajda Pekkan Pet'r Oil tyrkneska 15 23 Engin undankeppni
1981 Modern Folk Trio & Ayşegül Dönme Dolap tyrkneska 18 9
1982 Neco Hani? tyrkneska 15 20
1983 Çetin Alp & The Short Waves Opera tyrkneska 19 0
1984 Beş Yıl Önce, On Yıl Sonra Halay tyrkneska 12 37
1985 MFÖ Diday Diday Day tyrkneska 14 36
1986 Klips ve Onlar Halley tyrkneska 9 53
1987 Seyyal Taner & Lokomotif Şarkım Sevgi Üstüne tyrkneska 22 0
1988 MFÖ Sufi tyrkneska 15 37
1989 Pan Bana Bana tyrkneska 21 5
1990 Kayahan Gözlerinin Hapsindeyim tyrkneska 17 21
1991 İzel Çeliköz, Reyhan Karaca & Can Uğurluer İki Dakika tyrkneska 12 44
1992 Aylin Vatankoş Yaz Bitti tyrkneska 19 17
1993 Burak Aydos Esmer Yarim tyrkneska 21 10 Kvalifikacija za Millstreet
1995 Arzu Ece Sev tyrkneska 16 21 Engin undankeppni
1996 Şebnem Paker Beşinci Mevsim tyrkneska 12 57 7 69
1997 Şebnem Paker & Grup Etnik Dinle tyrkneska 3 121 Engin undankeppni
1998 Tüzmen Unutamazsın tyrkneska 14 25
1999 Tuba Önal Dön Artık tyrkneska 16 21
2000 Pınar Ayhan & Grup SOS Yorgunum Anla tyrkneska, enska 10 59
2001 Sedat Yüce Sevgiliye Son tyrkneska, enska 11 41
2002 Buket Bengisu & Group Safir Leylaklar Soldu Kalbinde tyrkneska, enska 16 29
2003 Sertab Erener Everyway That I Can enska 1 167
2004 Athena For Real enska 4 195 Sigurvegari 2003 [b]
2005 Gülseren Rimi Rimi Ley tyrkneska 13 92 Topp 12 árið fyrr [c]
2006 Sibel Tüzün Superstar tyrkneska, enska 11 91 8 91
2007 Kenan Doğulu Shake It Up Şekerim enska 4 163 3 197
2008 Mor ve Ötesi Deli tyrkneska 7 138 7 85
2009 Hadise Düm Tek Tek enska 4 177 2 172
2010 maNga We Could Be the Same enska 2 170 1 118
2011 Yüksek Sadakat Live It Up enska Komst ekki áfram 13 47
2012 Can Bonomo Love Me Back enska 7 112 5 80
Engin þátttaka síðan 2012 (12 ár)
  1. Dregið úr keppni eftir að önnur lönd í Mið-Austurlöndunum þrýstu á tyrknesku ríkisstjórnina, þar sem að keppnin var haldin í umdeildu borginni Jerúsalem.
  2. Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  3. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.