Þórunn Erna Clausen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þórunn Erna Clausen (f. 12. september 1975) er íslensk leikkona.

Þórunn Erna er dóttir hins dansk ættaða Hauks Clausen (8. nóvember 1928 – 1. maí 2003), tannlæknis og frjálsíþróttamanns, og konu hans Elínar Hrefnu Thorarensen (f. 17. febrúar 1944). Hún lærði leiklist við Webber Douglas Academy í London og útskrifaðist þaðan árið 2001.

Þórunn Erna hefur meðal annars leikið Rauðhettu í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Dóru í Lykli um hálsinn í Vesturporti. Hún lék einnig í einleiknum Ferðir Guðríðar í Skemmtihúsinum, bæði á ensku og þýsku, og í söng- og spunasýningunni Le Sing á Broadway. Hún lék Nansí í söngleiknum Ólíver hjá Leikfélagi Akureyrar og Sue í Dýrlingagenginu sem sett var upp í Listasafni Reykjavíkur og hlaut fyrir það tilnefningu til Grímunnar árið 2003 sem leikkona ársins í aukahlutverki.

Hún var tilnefnd til Edduverðlauna árið 2004 fyrir aukahlutverk í kvikmyndinni Dís og árið 2005 fyrir aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Reykjavíkurnætur. Af öðrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna Mannaveiðar, Maður eins og ég, Going up, Fjölskyldu og Rétt 2.

Þórunn Erna hefur lengst af starfað við Þjóðleikhúsið og meðal annars leikið þar í Syngjandi í rigningunni, Ragnheiði Birnu í Þetta er allt að koma, Reyndar í Leitinni að jólunum, í Virkjuninni, Sælueyjunni, móðurina í Sitji guðs englar, bangsann í Góðu kvöldi og Tínu í Konan áður. Í Borgarleikhúsinu lék Þórunn Erna systur Margréti í Söngvaseið og var aðstoðarleikstjóri í leiksýningunni Fjölskyldan – ágúst í Osage-sýslu.

Þórunn Erna leikur nú í nýrri leikgerð af einleiknum um Guðríði Þorbjarnardóttur, Ferðasögu Guðríðar á íslensku í Víkingaheimum í Reykjanesbæ.

Þórunn Erna var gift tónlistarmanninum Sigurjóni Brink, en saman sömdu þau lagið Aftur heim, sem var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011. Sigurjón lést skyndilega þann 17. janúar 2011.

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1999 Citizen Cam Tessa Thorleitsdottir
2002 Maður eins og ég Kynlífsstelpa
2004 Dís Magga Tilnefnd til Eddunnar sem leikari/leikkona ársins í aukahlutverki

2005 Reykjavíkurnætur (Dóra) Sjónvarpsþættir fyrir stöð 2. (Tilnefnd til Edduverðlaunanna/Eddunnar sem leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki 2007 Mannaveiðar sjónvarpsþættir fyrir RUV 2008 Going Up stuttmynd eftir Óskar Jónasson 2010 Réttur 2 sjónvarpsþættir fyrir stöð 2

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]