Daði og Gagnamagnið
Daði og Gagnamagnið er synthpopphljómsveit sem Daði Freyr Pétursson fer fyrir. Hljómsveitin tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2017 með lagið "Hvað með það? og lenti í 2. sæti. Aftur reyndi hljómsveitin fyrir sér árið 2020 með lagið Gagnamagnið/(Think About Things) og sigraði keppnina og var ætlunin að halda út til Rotterdam sem fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí 2020. Kórónaveirufaraldur 2019-2020 kom í veg fyrir það en Daði hlaut þó nokkurt fylgi í óformlegum kosningum og sigraði til að mynda í kosningum í Svíþjóð og Noregi. RÚV valdi hljómsveitina til að taka þátt í keppninni árið 2021 með lagið 10 Years. Hljómsveitin lenti í 4. sæti í aðalkeppninni.
Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]
- Daði Freyr Pétursson (söngur og útsetning)
- Sigrún Birna Pétursdóttir (bakraddir)
- Hulda Kristín Kolbrúnardóttir (bakraddir)
- Árný Fjóla Ásmundsdóttir (dansari)
- Jóhann Sigurður Jóhannsson (dansari)
Fyrrum meðlimir[breyta | breyta frumkóða]
- Stefán Hannesson (dansari)
Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]
Stökur[breyta | breyta frumkóða]
- Hvað með það/Is this love? (2017)
- Gagnamagnið/Think About Things (2020)
- 10 Years (2021)