Katrina and the Waves
Útlit
(Endurbeint frá Katrina & The Waves)
Katrina and the Waves var bresk-bandarísk rokkhljómsveit sem starfaði frá 1981 til 1999. Hljómsveitin er þekktust fyrir smellinn „Walking on Sunshine“ frá 1985. Hljómsveitin átti óvænta endurkomu þegar hún sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1997 fyrir Bretland með laginu „Love Shine a Light“.
Fyrirrennarar hlómsveitarinnar voru hljómsveitirnar The Waves frá Cambridge, sem í voru gítarleikarinn Kimberley Rew og trommarinn Alex Cooper, og koverbandið Mama's Cookin' frá Feltwell sem í voru bandaríska parið Katrina Leskanich og Vince de la Cruz. Eftir að samstarf þeirra hófst 1981 hét hljómsveitin upphaflega aðeins The Waves en breytti nafninu 1982 þegar Katrina tók við hlutverki aðalsöngvara af Rew.