Daníel Ágúst Haraldsson
Útlit
(Endurbeint frá Daníel Ágúst)
Daníel Ágúst | |
---|---|
Fæddur | 26. ágúst 1969 |
Störf | Söngvari |
Daníel Ágúst Haraldsson (f. 26. ágúst 1969) er íslenskur söngvari. Hann er söngvari hljómsveitanna Ný Dönsk og GusGus. Hann söng lagið „Það sem enginn sér“ í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1989 og lenti í síðasta sæti (0 stig). Sama ár útskrifaðist hann úr Menntaskóla Reykjavíkur og gaf út plötuna, Ekki er á allt kosið, með hljómsveitinni Nýdönsk, þar sem hann er aðalsöngvari, ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni. Nýdönsk er starfandi og hafa þeir gefið út 13 plötur, og spila enn á tónleikum um allt land.