Fara í innihald

Malta í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Malta

Sjónvarpsstöð Public Broadcasting Services Limited (PBS)
Söngvakeppni Engin (2021–)
Ágrip
Þátttaka 33 (26 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1971
Besta niðurstaða 2. sæti: 2002, 2005
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða PBS
Síða Möltu á Eurovision.tv

Malta hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 33 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1971. Malta á enn eftir að vinna keppnina og er með flestu topp-3 niðurstöður án sigurs, eða samtals fjórar. Þar eftir fylgir Ísland með næst besta árangur án sigurs.

Malta endaði í seinasta sæti í fyrstu tveim þátttökunum árin 1971 og 1972, og eftir 1975 dró landið sig úr keppni. Eftir sextán ára fjarveru, tók Malta þátt í keppninni árið 1991 og hefur verið með öll ár síðan þá. Endurkoma Möltu reyndist árangursrík þar sem að landið endaði í topp-10 sætunum í tólf af fimmtán keppnum á milli áranna 1991 og 2005. Þar á meðal voru það þriðja sæti fyrir Mary Spiteri (1992) og Chiara (1998), og annað sæti fyrir Ira Losco (2002) og Chiara (2005). Eftir að hafa lent í seinasta sæti árið 2006, hefur Möltu ekki tekist að ná jafn góðum árangri og hefur síðan þá aðeins endað í topp-10 sætunum í tvö skipti: Gianluca Bezzina í áttunda sæti (2013) og Destiny Chukunyere í sjöunda sæti (2021).

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

[breyta | breyta frumkóða]
Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1971 Joe Grech Marija l-Maltija maltneska 18 52 Engin undankeppni
1972 Helen & Joseph L-imħabba maltneska 18 48
1975 Renato Singing This Song enska 12 32
1991 Paul Giordimaina & Georgina Could It Be enska 6 106
1992 Mary Spiteri Little Child enska 3 123
1993 William Mangion This Time enska 8 69 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Chris & Moira More Than Love enska 5 97 Engin undankeppni
1995 Mike Spiteri Keep Me In Mind enska 10 76
1996 Miriam Christine In a Woman's Heart enska 10 68 4 138
1997 Debbie Scerri Let Me Fly enska 9 66 Engin undankeppni
1998 Chiara The One That I Love enska 3 165
1999 Times Three Believe 'n Peace enska 15 32
2000 Claudette Pace Desire enska [a] 8 73
2001 Fabrizio Faniello Another Summer Night enska 9 48
2002 Ira Losco 7th Wonder enska 2 164
2003 Lynn Chircop To Dream Again enska 25 4
2004 Julie & Ludwig On Again... Off Again enska 12 50 8 74
2005 Chiara Angel enska 2 192 Topp 12 árið fyrr [b]
2006 Fabrizio Faniello I Do enska 24 1 Topp 11 árið fyrr [b]
2007 Olivia Lewis Vertigo enska Komst ekki áfram 25 15
2008 Morena Vodka enska 14 38
2009 Chiara What If We enska 22 31 6 86
2010 Thea Garrett My Dream enska Komst ekki áfram 12 45
2011 Glen Vella One Life enska 11 54
2012 Kurt Calleja This Is the Night enska 21 41 7 70
2013 Gianluca Bezzina Tomorrow enska 8 120 4 118
2014 Firelight Coming Home enska 23 32 9 63
2015 Amber Warrior enska Komst ekki áfram 11 43
2016 Ira Losco Walk on Water enska 12 153 3 209
2017 Claudia Faniello Breathlessly enska Komst ekki áfram 16 55
2018 Christabelle Taboo enska 13 101
2019 Michela Chameleon enska 14 107 8 157
2020 Destiny All of My Love enska Keppni aflýst [c]
2021 Destiny Je me casse enska [d] 7 255 1 325
2022 Emma Muscat [1] Out of Sight enska Væntanlegt
  1. Inniheldur nokkur orð á maltnesku.
  2. 2,0 2,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  3. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  4. Inniheldur endurtekinn frasa á frönsku.
  1. „Malta chooses – Emma Muscat will travel north to Italy in May 🇲🇹“. Eurovision.tv. EBU. 20. febrúar 2022. Sótt 28. febrúar 2022.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.