Fara í innihald

Jakob Frímann Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jakob Frímann Magnússon
Fæddur4. maí 1953 (1953-05-04) (71 árs)
ÞjóðerniÍslendingur
MenntunHáskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík
StörfTónlistarmaður og athafnamaður
Þekktur fyrirTónlist og kvikmyndagerð
Maki1. Anna Björnsdóttir
2. Ragnhildur Gísladóttir
3. Birna Rún Gísladóttir
BörnFjórar dætur, þær eru
Erna Guðrún Jakobsdóttir,
Bryndís Jakobsdóttir,
Jarún Júlía Jakobsdóttir og
Katrín Borg Jakobsdóttir
ForeldrarMagnús Guðmundsson og Bryndís Jakobsdóttir
Vefsíðahttp://www.studmenn.com


Jakob Frímann Magnússon (f. 4. maí 1953 í Kaupmannahöfn) er íslenskur tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Stuðmanna.

Stofnaði Stúdíó Sýrland ásamt Stuðmönnum 1982. Framleiðandi og leikstjóri Brasilíufaranna (RUV) 1981, framleiðandi Með allt á hreinu 1982, framleiðandi Nickel Mountain (HBO) 1983, framleiðandi og leikstjóri Hvítra Máva 1984, framleiðandi Rocking China 1986, Í takt við tímann 2005 auk fjölda heimildarmynda, sjónvarps – og útvarpsþátta. Dómari í Ísland got Talent 2015–2016.

Menningarfulltrúi íslenska sendiráðsins í London 1991–1995 og menningarráðunautur utanríkisráðuneytisins frá 2006. Framkvæmdastjóri miðborgarmála frá 2008 og framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar frá 2009. Varaþingmaður Samfylkingarinnar 2000–2006 og sat á þingi í skamman tíma 2004. Formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda frá 2006, formaður STEFs, Sambands tónskálda og textahöfunda frá 2008, formaður SAMTÓNS 2010–2012, stofnaði Secret Solstice ásamt fleirum 2013, formaður stjórnar ÚTÓNs frá 2015, formaður stjórnar Iceland Airwaves frá 2015. Í stjórn BÍL, Bandalags íslenskra listamanna frá 2006.

Heimildir og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir (2011). Með sumt á hreinu: Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl. JPV útgáfa. ISBN 978-9935-11-228-6.

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.