Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (fæddur 22. júlí 1955 á Húsavík) er íslenskur rithöfundur. Móðir hans er Þorgerður Kristjana Aðalsteinsdóttir og stjúpfaðir hans var Árni G. Jónsson. Aðalsteinn ólst upp á Öndólfsstöðum í Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1976 og tónlistarnám hjá Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónskóla Sigursveins. Eftir stúdentspróf lagði hann stund á íslensku í Háskóla Íslands. Hann starfaði sem blaðamaður í tvö ár en frá 1978 hefur hann aðallega lagt stund á ritstörf.

Ásamt ritstörfum hefur Aðalsteinn starfað sem tónlistarmaður, meðal annars með hljómsveitinni Hálft í hvoru.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Ósánar lendur (1977)
 • Förunótt (1978)
 • Gálgafrestur (1980)
 • Fugl (1982)
 • Jarðljóð (1985)
 • Draumkvæði (1992)
 • Eyðibýli (2004)
 • Hjartaborg (2007)
 • Hús eru aldrei ein / Black Sky (2011)
 • Sjálfsmyndir (2012)

Skáldsaga[breyta | breyta frumkóða]

 • Ferð undir fjögur augu (1979)

Barnabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Ævintýri úr Nykurtjörn (1984)
 • Dvergasteinn (1991)
 • Glerfjallið (1992)
 • Álagaeldur (1993)
 • Furðulegt ferðalag (1996)
 • Robbi og félagar í sumarskapi (1997)
 • Brúin yfir Dimmu (2000)
 • Ljósin í Dimmuborg (2002)
 • Rumur í Rauðhamri (2004)
 • Blóð og hunang - hljóðbók - (2004)
 • Romsubókin (2005)
 • Segðu mér og segðu... (2009)
 • Dimmubókin (2014)

Ljóðaþýðingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Tré hreyfa sig hægt, úrval ljóða eftir norska skáldið Paal-Helge Haugen, 1992
 • Ljóð á landi og sjó, úrval ljóða eftir álenska skáldið Karl-Erik Bergman, 1996
 • Vegurinn blái, úrval ljóða eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown, 1998
 • Sagði mamma, ljóð eftir bandaríska skáldið Hal Sirowitz, 2001
 • Sagði pabbi, ljóð eftir bandaríska skáldið Hal Sirowitz, 2005
 • Beinhvít ljóð, úrval ljóða eftir litháska skáldið Gintaras Grajauskas, 2009
 • Hjaltlandsljóð, 2011
 • Nýsnævi, 2015

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Aðalsteinn Ásberg hefur lagt stund á tónlistarsköpun og flutning samhliða ritstörfum. Hann var einn af þeim sem stofnuðu tónlistarhópinn Vísnavinir. Hann var framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda á árunum 1988-1998.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

 • Almannarómur (með hljómsv. Hálft í hvoru), 1982
 • Áfram (með hljómsv. Hálft í hvoru), 1983
 • Ævintýri úr Nykurtjörn, 1984
 • Á einu máli, 1992
 • Fjall og fjara, 1996
 • Horft um öxl (Hálft í hvoru), 1998
 • Berrössuð á tánum, Dimma 1998
 • Bullutröll, Dimma 2000

Verðlaun og viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Aðalsteinn hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir verk sín og má þar telja eftirfarandi:

 • Verðlaun í bókmenntasamkeppni AB 1990 fyrir Dvergastein.
 • Verðlaun í smásagnasamkeppni Íslandsdeildar IBBY og Máls og menningar 1994 fyrir smásöguna Ormagull.
 • Leikritið Óvinir (óbirt verk) var tilnefnt til Evrópsku leikskáldaverðlaunanna 1994.
 • Viðurkenningar úr Rithöfundasjóði Íslands 1984 og 1997.
 • Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY 1999 fyrir Berrössuð á tánum.
 • Viðurkenning Tónmenntasjóðs kirkjunnar 2001.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.