Írland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Írland

Sjónvarpsstöð RTÉ
Söngvakeppni The Late Late Show (2022)
Ágrip
Þátttaka 54 (45 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1965
Besta niðurstaða 1. sæti: 1970, 1980, 1987, 1992, 1993, 1994, 1996
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða RTÉ
Síða Írlands á Eurovision.tv

Írland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 54 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1965. Landið hefur aðeins verið fjarverandi tveim keppnum, árin 1983 og 2002. Írska sjónvarpsstöðin RTÉ One sér um sýningu keppnanna. Írland á metið í fjölda sigra, eða samtals sjö og er eina landið sem hefur unnið þrisvar í röð.

Sigrar Írlands voru náðir af Dana með laginu „All Kinds of Everything“ (1970), Johnny Logan með lögunum „What‘s Another Year“ (1980) og „Hold Me Now“ (1987), Linda Martin með laginu „Why Me?“ (1992), Niamh Kavanagh með laginu „In Your Eyes“ (1993), Paul Harrington og Charlie McGettigan með laginu „Rock 'n' Roll Kids“ (1994) og Eimear Quinn með laginu „The Voice“ (1996). Johnny Logan er eini þátttakandinn sem hefur sigrað tvisvar. Einnig var hann einn af höfundum lagsins árið 1992. Írland hefur endað í öðru sæti með Sean Dunphy (1967), Linda Martin (1984), Liam Reilly (1990) og Marc Roberts (1997), og hefur endað í topp-5 í samtals átján skipti.

Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004 hefur Írland ekki komist áfram í níu skipti, og endaði í seinasta sæti árin 2007 og 2013. Einu topp-10 niðurstöðurnar síðan 2004 eru Brian Kennedy í tíunda sæti (2006) og Jedward í áttunda sæti (2011).

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1965 Butch Moore Walking the Streets in the Rain enska 6 11 Engin undankeppni
1966 Dickie Rock Come Back to Stay enska 4 14
1967 Sean Dunphy If I Could Choose enska 2 22
1968 Pat McGeegan Chance of a Lifetime enska 4 18
1969 Muriel Day The Wages of Love enska 7 10
1970 Dana All Kinds of Everything enska 1 32
1971 Angela Farrell One Day Love enska 11 79
1972 Sandie Jones Ceol an Ghrá írska 15 72
1973 Maxi Do I Dream enska 10 80
1974 Tina Reynolds Cross Your Heart enska 7 11
1975 The Swarbriggs That's What Friends Are For enska 9 68
1976 Red Hurley When enska 10 54
1977 The Swarbriggs Plus Two It's Nice To Be In Love Again enska 3 119
1978 Colm C.T. Wilkinson Born to Sing enska 5 86
1979 Cathal Dunne Happy Man enska 5 80
1980 Johnny Logan What's Another Year? enska 1 143
1981 Sheeba Horoscopes enska 5 105
1982 The Duskeys Here Today Gone Tomorrow enska 11 49
1984 Linda Martin Terminal 3 enska 2 137
1985 Maria Christian Wait Until the Weekend Comes enska 6 91
1986 Luv Bug You Can Count On Me enska 4 96
1987 Johnny Logan Hold Me Now enska 1 172
1988 Jump the Gun Take Him Home enska 8 79
1989 Kiev Connolly & The Missing Passengers The Real Me enska 18 21
1990 Liam Reilly Somewhere in Europe enska 2 132
1991 Kim Jackson Could It Be That I'm In Love enska 10 47
1992 Linda Martin Why Me? enska 1 155
1993 Niamh Kavanagh In Your Eyes enska 1 187 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Paul Harrington & Charlie McGettigan Rock 'n' Roll Kids enska 1 226 Engin undankeppni
1995 Eddie Friel Dreamin' enska 14 44
1996 Eimear Quinn The Voice enska 1 162 2 198
1997 Marc Roberts Mysterious Woman enska 2 157 Engin undankeppni
1998 Dawn Martin Is Always Over Now? enska 9 64
1999 The Mullans When You Need Me enska 17 18
2000 Eamonn Toal Millennium of Love enska 6 92
2001 Gary O'Shaughnessy Without Your Love enska 21 6
2003 Mickey Harte We've Got the World enska 11 53
2004 Chris Doran If My World Stopped Turning enska 22 7 Topp 11 árið fyrr [a]
2005 Donna & Joe Love? enska Komst ekki áfram 14 53
2006 Brian Kennedy Every Song Is a Cry for Love enska 10 93 9 79
2007 Dervish They Can't Stop the Spring enska 24 5 Topp 10 árið fyrr [a]
2008 Dustin the Turkey Irelande Douze Pointe enska Komst ekki áfram 15 22
2009 Sinéad Mulvey & Black Daisy Et Cetera enska 11 52
2010 Niamh Kavanagh It's for You enska 23 25 9 67
2011 Jedward Lipstick enska 8 119 8 68
2012 Jedward Waterline enska 19 46 6 92
2013 Ryan Dolan Only Love Survives enska 26 5 8 54
2014 Can-Linn með Kasey Smith Heartbeat enska Komst ekki áfram 12 35
2015 Molly Sterling Playing with Numbers enska 12 35
2016 Nicky Byrne Sunlight enska 15 46
2017 Brendan Murray Dying to Try enska 13 86
2018 Ryan O'Shaughnessy Together enska 16 136 6 179
2019 Sarah McTernan 22 enska Komst ekki áfram 18 16
2020 Lesley Roy Story of My Life enska Keppni aflýst [b]
2021 Lesley Roy Maps enska Komst ekki áfram 16 20
2022 [1] Brooke [2] That's Rich enska Væntanlegt
2023 Wild Youth
  1. 1,0 1,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  2. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
  2. „Brooke wins 'Eurosong' and will represent Ireland at Eurovision 🇮🇪“. Eurovision.tv. 4. febrúar 2022.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.