Birgitta Haukdal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Birgitta Haukdal
Birgitta Haukdal árið 2003
Fædd
Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir

28. júlí 1979 (1979-07-28) (44 ára)
Húsavík, Ísland
Störf
  • Söngvari
  • Barnabókahöfundur
Tónlistarferill
Ár virk1999–í dag
HljóðfæriRödd
Áður meðlimur íÍrafár

Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir (f. 28. júlí 1979 á Húsavík), er íslensk söngkona og fyrrum meðlimur popphljómsveitarinnar Írafár. Birgitta keppti fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003 með lagið „Open Your Heart“ og lenti í 8. sæti.

Birgitta Haukdal hefur tekið þátt í ýmsum leikritum og tónleikum. Hún byrjaði feril sinn í áheyrnarprufu fyrir ABBA-sýningu sem stóð yfir í þrjú ár. Þá hefur hún meðal annars leikið Sandy í leikritinu Grease. Birgitta lék Geddu gulrót í leikritinu Ávaxtakarfan árin 2005 og 2012. Árið 2015 gaf hún út sína fyrstu barnabók Lára lærir að hjóla, og hefur í kjölfarið gefið út margar bækur um Láru. Frá árinu 2022 hefur hún verið dómari í Idol á Stöð 2.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.