Fara í innihald

Helga Möller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helga Möller
Fædd12. maí 1957 (1957-05-12) (67 ára)
StörfSöngkona

Helga Möller (f. 12. maí 1957)[1] er íslensk söngkona þekkt fyrir ýmis dægurlög og jólalög.[2] Hún flutti „Gleðibankann“ með hljómsveitinni ICY í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986.[3]

Helga er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám við Laugalækjarskóla[1][4] og Verzló.[5]

Sem unglingur söng hún og spilaði á gítar[3] og söng inn á litla plötu með Melchior, hljómsveit Hilmars Oddssonar.[1][4]

Á síðasta árinu í menntaskóla var hún söngkona hljómsveitarinnar Celsíus.[4] Eftir menntaskóla gerðist hún flugfreyja.[4]

Dóttir hennar, Elísabet Ormslev (f. 1993), tók þátt í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2016.[6][7][8] Elísabet söng líka bakraddir inn á jólaplötu móður sinnar.[1]

Helga starfar sem tónlistarmaður og flugfreyja.[1][3]

Helga skipar ásamt Jóhanni Helgasyni dúettinn Þú og ég og hafa þau starfað saman í yfir 30 ár.[9] Þau gáfu árið 1979 út slagarann „Í Reykjavíkurborg“.[9]

Frá 1996 hefur hún verið í kántríhljómsveitinni Snörunum ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Ernu Þórarinsdóttur.[10]

Að auki hefur hún verið í Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar[1] og gefið út ýmis barnalög.

Helga hefur sungið mörg af vinsælustu íslensku jólalögunum, þ.m.t. „Ég kemst í hátíðarskap“ og „Aðfangadagskvöld“ sem hún gaf út með Þú og ég.[2][11] Hún gaf út safn með ýmsum af sínum þekktu jólalögum á plötunni Hátíðarskap árið 2007 og heldur reglulega jólatónleika.[2]

Söngvakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Söngvakeppni sjónvarpsins var fyrst haldin 1981 (5 árum áður en Ísland tók fyrst þátt í evrópsku kepnninni) tók Helga þátt með lagið „Sýnir“ eftir Bergþóru Árnadóttur.

Hún tók ekki þátt í undankeppninni fyrir Söngvakeppnina 1986, en var fengin til að flytja lagið „Gleðibankann“ með Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt í evrópsku söngvakeppninni sem haldin var í Noregi.

Hún tók aftur þátt í undankeppni íslensku söngvakeppninnar árin 1990, 1991, og 1992.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 „„Þetta er mín plata". www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Helg eru jól“. www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Gleðibankinn stóð af sér bankahrunið“. www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „Notum hverja stund til að bregða okkur á bak“. Helgarpósturinn. 26 október 1979. bls. 22.
  5. „Gamlir Verzlingar fagna saman“. www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  6. „„Þetta er risastórt skref í lífinu fyrir mig og ákveðinn sigur". DV. 26 apríl 2017. Sótt 2 ágúst 2019.
  7. „Fetar Elísabet í fótspor mömmu?“. mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  8. „Höndlar hún að vera Eurovision-stjarna í tvær vikur? FÁSES tekur púlsinn á Elísabetu Ormslev – Við elskum Eurovision!“ (bandarísk enska). Sótt 2 ágúst 2019.
  9. 9,0 9,1 „Þú og ég frumflytja nýtt lag“. www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  10. „Erum bara rétt að byrja“. www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  11. „Jólin rokkuð inn“. www.mbl.is. Sótt 2 ágúst 2019.
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.