Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1957

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 1957
Dagsetningar
Úrslit3. mars 1957
Umsjón
StaðurFrankfurt, Vestur-Þýskaland
KynnarAnaïd Iplicjian
SjónvarpsstöðFáni Þýskalands HR/ARD
Vefsíðaeurovision.tv/event/frankfurt-1957 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda10
Frumraun landaFáni Austurríkis Austurríki

Fáni Danmerkur Danmörk

Fáni Bretlands Bretland
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
1956 ← Eurovision → 1958

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1957 var önnur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún var haldin sunnudaginn 3. mars 1957 í Frankfurt, Vestur-Þýskalandi. Holland vann keppnina með laginu „Net als toen“ sem sungið var af Corry Brokken. Líkt og ári áður var keppnin að mestu leyti útvarpsþáttur en mun fleiri horfðu þó á hana í sjónvarpi þetta ár en árinu áður.

Lengi voru uppi sögusagnir um að Þýskaland hafi fengið að halda keppnina vegna þess að það lenti í öðru sæti árið 1956 með laginu „Im Wartesaal zum großen Glück“ með Walter Andreas Schwarz. Raunin var þó sú að úrslit annarra laga en sigurlagsins voru aldrei kunngjörð árið 1956 og að reglan um að sigurlandið héldi keppnina ári seinna var ekki komin til svona snemma. Á þessum árum áttu löndin sem kepptu að skiptast á að halda keppnina, sama hver útkoman væri. Vegna þess hve keppnislöndum fjölgaði hratt var þó hætt við þá reglu.

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Keppnin fór fram í Großer Sendesaal des Hessischen Runfunks tónlistarhöllinni í Frankfurt, einni af stærstu borgum Vestur-Þýskalands. Rúmum áratug eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar hafði Frankfurt náð að endurbyggja sig á örskömmum tíma, en borgin kom mjög illa út úr stríðinu.

Fyrirkomulag[breyta | breyta frumkóða]

Í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1957 var lengsta lag keppninnar, hið ítalska, 5 mínútur og 9 sekúndur en það breska aðeins 1 mínúta og 52 sekúndur. Það var vegna slíkra laga sem reglan um að lög mættu ekki vera lengri en þrjár mínútur var sett. Sú regla er enn í gildi.

Aðrar breytingar frá fyrra ári voru þær að nú máttu dúettar taka þátt en ekki aðeins einleikarar. Fyrsti dúettinn í sögu söngvakeppninnar voru dönsku keppendurnir 1957, Birthe Wilke og Gustav Winckler. Í lok danska atriðisins mátti einnig sjá lengsta koss í sögu keppninnar. Ástæða þessa langa kossar var sá að manneskjan sem átti að gefa merki til dúettsins um að hætta kossinum gleymdi sér.

Söngvakeppnin 1957 var fyrsta keppnin þar sem hringt var í dómnefndirnar úr símum. Eins var þetta fyrsta keppnin sem Holland vann. Önnur, og mikilvæg breyting, var sú að nú máttu dómnefndir landanna ekki kjósa sitt eigið land. Það er regla sem haldist hefur allt til dagsins í dag.

Þátttakendur[breyta | breyta frumkóða]

Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg, Sviss og Þýskaland tóku öll þátt í annað skiptið í kjölfar frumþátttöku þeirra árið áður. Austurríki og Danmörk kepptu í fyrsta skiptið en vildu þó fá að taka þátt árið 1956 en höfðu verið of sein að skila inn lagi í keppnina og þar með misstu þau þátttökuréttinn. Bretland keppti einnig í fyrsta skiptið og þar með urðu þátttökulöndin tíu talsins.

Tveir þátttakendur keppninnar 1957 höfðu einnig keppt árinu áður. Það voru Corry Brokken fyrir Holland og Lys Assia fyrir Sviss.

Hljómsveitarstjórnendur[breyta | breyta frumkóða]

 Belgía - Willy Berking

 Lúxemborg - Willy Berking

 Bretland - Eric Robinson

 Ítalía - Armando Trovajoli

 Austurríki - Carl de Groof

 Holland - Dolf van der Linden

 Þýskaland - Willy Berking

 Frakkland - Paul Durand

 Danmörk - Kai Mortensen

 Sviss - Willy Berking

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Land Lag Íslensk þýðing Flytjandi Tugumál Sæti Stig
1 Fáni Belgíu Belgía Straatdeuntje Götulag Bobbejaan Schoepen Hollenska 9 5
2 Fáni Lúxemborgar Lúxemborg Amours mortes (tant de peine) Dauð ást (svo mikil sorg) Danièle Dupré Franska 5 8
3 Fáni Bretlands Bretland All Allt Patricia Bredin Enska 7 6
4 Fáni Ítalíu Ítalía Corde della mia chitarra Gítarstrengirnir mínir Nunzio Gallo Ítalska 6 7
5 Fáni Austurríkis Austuríki Wohin, kleines Pony? Hvar, litli hestur? Bob Martin Þýska 10 3
6 Fáni Hollands Holland Net als toen Eins og þá Corry Brokken Hollenska 1 31
7 Fáni Þýskalands Þýskaland Telefon, Telefon Sími, sími Margot Hielscher Þýska 4 8
8 Fáni Frakklands Frakkland La belle amour Falleg ást Paule Desjardins Franska 2 17
9 Fáni Danmerkur Danmörk Skibet skal sejle i nat Skipið siglir í nótt Birthe Wilke & Gustav Winckler Danska 3 10
10 Fáni Sviss Sviss L'enfant que j'étais Barnið sem ég var Lys Assia Franska 8 5

Stigatafla[breyta | breyta frumkóða]

Úrslit dómnefndar
Contestants Belgía 5 2 2 1
Lúxemborg 8 1 4 3
Bretland 6 1 1 1 1 2
Ítalía 7 1 1 2 2 1
Austurríki 3 2 1
Holland 31 5 3 1 1 6 1 4 3 7
Þýskaland 8 1 1 6
Frakkland 17 2 4 2 1 6 2
Danmörk 10 2 3 5
Sviss 5 1 1 1 2