Úkraína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Útlit
Úkraína | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Suspilne |
Söngvakeppni | Vidbir |
Ágrip | |
Þátttaka | 16 (16 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 2003 |
Besta niðurstaða | 1. sæti: 2004, 2016 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða STB | |
Síða Úkraínu á Eurovision.tv |
Úkraína hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 16 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2003. Landið hefur sigrað í tvö skipti; árið 2004 með Ruslana og laginu „Wild Dances“ og árið 2016 með Jamala og laginu „1944“, og var þar af leiðandi fyrsta austur-evrópska landið til að vinna tvisvar. Úkraína hélt keppnina árin 2005 og 2017 í Kænugarði (Kýiv).
Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004, er Úkraína eina landið sem hefur alltaf komist áfram í aðalkeppnina. Úkraína er með samtals sjö topp-5 niðurstöður; Verka Serduchka (2007) og Ani Lorak (2008) í öðru sæti, Zlata Ognevich (2013) í þriðja sæti, Mika Newton (2011) í fjórða sæti og Go_A (2021) í fimmta sæti.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
[breyta | breyta frumkóða]Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2022) |
1 | Sigurvegari |
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Framlag valið en ekki keppt | |
Þátttaka væntanleg |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
2003 | Oleksandr Ponomariov | Hasta la Vista | enska | 14 | 30 | Engin undankeppni | |
2004 | Ruslana | Wild Dances | enska, úkraínska | 1 | 280 | 2 | 256 |
2005 | GreenJolly | Razom nas bahato (Разом нас багато) | úkraínska, enska | 19 | 30 | Sigurvegari 2004 [a] | |
2006 | Tina Karol | Show Me Your Love | enska | 7 | 145 | 7 | 146 |
2007 | Verka Serduchka | Dancing Lasha Tumbai | þýska, enska, úkraínska, rússneska | 2 | 235 | Topp 10 árið fyrr [b] | |
2008 | Ani Lorak | Shady Lady | enska | 2 | 230 | 1 | 152 |
2009 | Svetlana Loboda | Be My Valentine! (Anti-Crisis Girl) | enska | 12 | 76 | 6 | 80 |
2010 | Alyosha | Sweet People | enska | 10 | 108 | 7 | 77 |
2011 | Mika Newton | Angel | enska | 4 | 159 | 6 | 81 |
2012 | Gaitana | Be My Guest | enska | 15 | 65 | 8 | 64 |
2013 | Zlata Ognevich | Gravity | enska | 3 | 214 | 3 | 140 |
2014 | Mariya Yaremchuk | Tick-Tock | enska | 6 | 113 | 5 | 118 |
2016 | Jamala | 1944 | enska, krímtataríska | 1 | 534 | 2 | 287 |
2017 | O.Torvald | Time | enska | 24 | 36 | Sigurvegari 2016 [a] | |
2018 | Mélovin | Under the Ladder | enska | 17 | 130 | 6 | 179 |
2020 | Go_A | Solovey (Соловей) | úkraínska | Keppni aflýst [c] | |||
2021 | Go_A | Shum (Шум) | úkraínska | 5 | 364 | 2 | 267 |
2022 [1] | Kalush Orchestra [2] | Stefania (Стефанія) | úkraínska | Væntanlegt |
- ↑ 1,0 1,1 Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
- ↑ Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
- ↑ Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
- ↑ „Ukraine: Kalush Orchestra will go to Turin with 'Stefania' 🇺🇦“. Eurovision.tv. EBU. 22. febrúar 2022. Sótt 25. febrúar 2022.