Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2015
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2015 | |
---|---|
Building Bridges | |
Dagsetningar | |
Undanúrslit 1 | 19. maí 2015 |
Undanúrslit 2 | 21. maí 2015 |
Úrslit | 23. maí 2015 |
Umsjón | |
Vettvangur | Wiener Stadthalle Vín, Austurríki |
Kynnar |
|
Framkvæmdastjóri | Jon Ola Sand |
Sjónvarpsstöð | Österreichischer Rundfunk (ORF) |
Vefsíða | eurovision |
Þátttakendur | |
Fjöldi þátttakenda | 40 |
Frumraun landa | Ástralía |
Endurkomur landa | |
Taka ekki þátt | |
Kosning | |
Kosningakerfi | Hvert land gefur sett af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga. |
Sigurvegari | Svíþjóð Måns Zelmerlöw |
Sigurlag | „Heroes“ |
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2015 var haldin í Vín í Austurríki eftir að Conchita Wurst vann keppnina 2014 með lagið „Rise Like a Phoenix“. Undankeppnirnar tvær voru haldnar 19. og 21. maí, og aðalkeppnin var haldin 23. maí. Þetta er í 60. skiptið að keppnin hefur verið haldin, en 40 lönd tóku þátt í henni, þar á meðal gestalandið Ástralía. Auk snéru Kýpur, Serbía og Tékkland aftur.
Svíþjóð var sigurvegari í keppninni, en Måns Zelmerlöw vann með lagið „Heroes“. Þetta er í sjötta skiptið sem Svíþjóð hefur unnið keppnina, og í annað skiptið í núverandi mynd keppninnar. Þetta er í annað skiptið sem Svíþjóð hefur unnið á fjögurra ára skeiði. Rússland lenti í öðru sæti með lagið „A Million Voices“. Áhorfendur keppninnar náðu 197 milljónum, en þetta er aukning um 2 milljón manns frá 2014.