Lay Low

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lay Low
Lovísa/Lay Low árið 2011.
Lovísa/Lay Low árið 2011.
Upplýsingar
FæddLovísa Elísabet Sigrúnardóttir
10. september 1982 (39 ára)
UppruniLondon, Bretland
HljóðfæriSöngkona, bassi, gítar, píanó, banjó

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (fædd 10. september 1982), betur þekkt sem Lay Low er íslensk söng- og tónlistarkona.

Hún hefur samið tónlist aðallega í stíl blúss, þjóðlagatónlistar og kántrí. Lovísa hóf ferilinn í hljómsveitinni Benny Crespo's Gang þar sem hún spilaði á hljómborð og gítar. Árið 2006 vann hún verðlaun fyrir bestu söngkonuna á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrur sólóplötu sína Please don't hate me.

Hún hefur hitað upp fyrir Emilíönu Torrini á heimstónleikaferðalagi hennar og Of Monsters and Men á bandaríkjatónleikaferðalagi þeirra.

Lovísa samdi lagið Með hækkandi sól með systrunum Siggu, Betu og Elínu sem voru fulltrúar Íslands fyrir Eurovision 2022.

Hún fæddist í London og á föður frá Sri Lanka.

Tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

Sóló[breyta | breyta frumkóða]

  • Please Don't Hate Me (2006)
  • Ökutímar (2008)
  • Farewell Good Night's Sleep (2008)
  • Flatey (CD + DVD) (2009)
  • Brostinn strengur (2011)
  • Live at Home (2013)
  • Talking About the Weather (2015)

Benny Crespo's Gang[breyta | breyta frumkóða]

  • Benny Crespo's Gang (2007)

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]