Fara í innihald

Pollapönk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pollapönk
Pollapönk árið 2014
Pollapönk árið 2014
Upplýsingar
UppruniHafnarfjörður, Íslandi
Ár2006–í dag
StefnurPönk
Meðlimir
Pollapönk, 2014.

Pollapönk er íslensk hljómsveit sem stofnuð var árið 2006 og hefur sent frá sér þrjár plötur. Fyrsti geisladiskurinn hét í höfuð hljómsveitarinnar, Pollapönk, og var útskriftarverkefni hafnfirsku leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar frá Kennaraháskóla Íslands.

Stuttu síðar gengu Arnar Gíslason, sem er líka Hafnfirðingur, og Norðfirðingurinn Guðni Finnsson til liðs við sveitina, en þeir eru báðir einnig í hljómsveitunum Dr. Spock og Ensími. Heiðar og Haraldur eru líka í hljómsveitinni Botnleðju og hluti af Hafnarfjarðarmafíunni, Stuðningsveit Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

Lagið „Enga fordóma“ sigraði í keppninni um framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 sem haldin var í Danmörku. Lagið er eftir Harald og Heiðar og er hluti textans þýddur yfir á ensku af John Grant.