Fara í innihald

Franska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
franska
français
Málsvæði Frakkland, Belgía, Sviss, Kanada ásamt 48 öðrum löndum
Heimshluti Vestur-Evrópa, Norður-Afríka og Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa 300 milljónir
Sæti 9
Ætt indóevrópskt
 ítalískt
  rómanskt
   gallórómanskt
    langues d'oïl
     franska
Skrifletur Franskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Frakkland, Belgía, Fílabeinsströnd, Kanada, Sviss , Lúxemborg , Mónakó

Evrópusambandið
(ásamt öðrum tungumálum evrópusambandsins)

Stýrt af Académie française
Tungumálakóðar
ISO 639-1 fr
ISO 639-2 fre (B)/fra (T)
SIL FRA
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Franska (français) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu en Rómverjar lögðu Frakkland undir sig á fyrstu öld f.Kr. en þar voru áður töluð keltnesk mál, og var þróun latínunnar þar áhrifuð að einhverju leyti af þeim. Franska varð fyrir áhrifum frá germönsku tungumáli Franka, sem er uppruni nafnsins Frakkland, og franska heitisins France. Á tímum Rómverja hét svæðið sem nú kallast Frakkland Gallia, en á frönsku kallast Gallía Gaule.

Franska er töluð víðs vegar í heiminum og er ellefta mest notaða tungumál heims. Hún er móðurmál um 77 milljóna manna, auk þess sem hún er annað tungumál um 51 milljónar manna. Hún er upprunnin í Frakklandi og töluð þar og víða þar sem Frakkar áttu áður nýlendur.

Franska er opinbert tungumál í Frakklandi, Lýðveldinu Kongó, Kanada, Madagaskar, Fílabeinsströndinni, Kamerún, Búrkína Fasó, Senegal, Belgíu, Rúanda, Haítí, Sviss, Búrúndí, Tógó, Miðafríkulýðveldinu, Kongó, Gabon, Kómoreyjum, Djíbútí, Lúxemborg, Guadeloupe, Martiník, Máritíus, Vanúatú, Seychelleseyjum og Mónakó. Auk þess er hún nokkuð mikið töluð í Alsír, Túnis, Marokkó og fleiri löndum en er þó ekki opinbert mál þar. Til eru ýmsar mállýskur í frönsku.

Kunnátta íbúa Evrópusambandsins og umsóknarríkja í frönsku

Um það bil 12% Evrópubúa tala frönsku, en hún er fjórða stærsta móðurmálið í Evrópusambandinu (á eftir þýsku, ensku og ítölsku). Franska er líka þriðja víðkunnasta tungumálið í Evrópusambandinu á eftir ensku og þýsku, en 20% Evrópubúa segjast kunna frönsku.

Samkvæmt stjórnarskrá Frakklands er franska opinbert tungumál lýðveldisins og hefur verið það frá 1992 (en það hafði verið skyldubundið mál lagtexta frá 1539). Franska ríkisstjórnin tilskipar noktun frönsku í opinberum ritum hennar, í menntunarkerfinu (nema í tilteknum tilfellum), í samningum og í auglýsingum, sem verða að vera með þýðingu á erlendum orðum.

Í Belgíu er franska opinbert tungumál í Vallóníu (nema á litlu svæði í austurhluta héraðsins, þar sem þýska er töluð) og er eitt af tveimur opinberum málum í Brussel, ásamt hollensku, þar sem meirihluti íbúa hefur hana að móðurmáli.

Franska er eitt af fjórum opinberum málum Sviss (ásamt þýsku, ítölsku og rómönsku) og er töluð í vesturhluta landsins, sem heitir Romandie. Genf er stærsta borg þessa svæðis. Tungumálaskiptingin í Sviss samsvarar ekki stjórnsýslueiningum, og í sumum kantónum eru tvö opinber tungumál. Franska er móðurmál 20% Svisslendinga, en 50,4% þeirra tala málið.

Einnig er franska opinbert tungumál í Lúxemborg, Mónakó, Andorra og Aosta-dal á Ítalíu. Á Ermarsundseyjum talar minnihluti enn þá franskar mállýskur.

Franska í Afríku

Meirihluti frönskumælenda í heiminum býr í Afríku. Árið 2007 var áætlað að 150 milljónir Afríkubúa í 31 landi hefðu frönsku annaðhvort sem móðurmál eða annað mál. Þar er ekki með talið fólk sem býr í löndum þar sem franska er ekki meirihlutamál sem lært hefur frönsku. Vegna mikilla útbreiðslu frönsku í Afríku er gert ráð fyrir að frönskumælendum fjölgi í 700 milljónir fyrir árið 2050. Franska er það tungumál sem er í hröðustum vexti í Afríku.

Franska er aðallega talað sem annað mál í Afríku, en það er orðið að aðalmál í sumum borgum, til dæmis í Abidjan á Fílabeinsströndinni og í Libreville í Gabon. Afrísk fanska er ekki sameinað mál, en mismunandi myndir hennar hafa orðið til í gegnum samband við ýmis afrísk tungumál.

Líklegast er að útbreiðsla frönsku verði mest í Afríku sunnan Sahara, bæði vegna bættrar menntunar og mikillar mannfjölgunar. Þetta er líka svæðið þar sem málið hefur breyst mest undanfarin ár. Frönskumælendur frá öðrum löndum geta lent í vandræðum með að skilja frönskuna eins og hún er töluð á þessu svæði, en ritmálið er náskylt því sem er að finna í öðrum frönskumælandi löndum.

Ameríkurnar

[breyta | breyta frumkóða]
Stoppskilti í Kanada, þar sem orðið arrêt „stopp“ er notað, en alþjóðlega orðið „stop“ er notað á slíkum skiltum í Frakklandi.

Franska er annað stærsta málið í Kanada á eftir ensku, en bæði málin eru opinber á efsta stjórnsýslustigi. Hún er móðurmál 9,5 milljóna sem svarar til 29,4% heildarmannfjölda Kanada, og er annað mál 2,07 milljóna eða 6,4% Kanadamanna. Franska er eina opinbera tungumálið í héraðinu Quebec, en þar hafa 7 milljónir hana að móðurmáli, eða 80,1% allra íbúa. Um það bil 95% Quebec-búa tala frönsku sem móðurmál eða annað mál, en hún er þriðja mál sumra þar. Borgin Montreal er líka í þessu héraði, en hún er önnur stærsta frönskumælandi borg í heimi miðað við fjölda þeirra sem hafa hana að móðurmáli.

Nýja-Brúnsvík og Manitóba eru einu kanadísku héruðin þar sem bæði málin eru opinber, en full tvítyngisstefna hefur eingöngu verið innleidd í Nýju-Brúnsvík, þar sem þriðjungur íbúa er frönskumælandi. Franska er líka opinbert mál í Norðvesturhéruðunum, Núnavút og Jukon. Af þessum þremur héruðum hefur Jukon flesta frönskumælendur, en þeir svara til 4% mannfjöldans þar. Hins vegar er franska ekki opinbert tungumál í Ontaríó, en frönskumælendum er tryggt aðgang að opinberri þjónustu á móðurmáli þeirra með lögum. Lög þessi gilda líka um hluta héraðsins þar sem er töluverður fjöldi frönskumælenda, til dæmis í Austur- og Vestur-Ontaríó.

Annars er margt um frönsumælendur einnig að finna í Suður-Manitóbu, Nova Scotia, á skaganum Port au Port í Nýfundnalandi og Labrador. Minni hópa frönskumælenda er að finna í öllum héruðunum. Höfuðborg Kanada, Ottawa, er líka í rauninni tvítyngd borg, þar sem hún liggur hinum megin á á við Quebec. Borgarstjórnvöldum er skylt að veita þjónustu sína bæði á frönsku og ensku.

Bandaríkin

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt manntalinu 2011 er franska fjórða mest talaða tungumálið í Bandaríkjunum, á eftir ensku, spænsku og kínversku. Franska er ennþá annað stærsta málið í fylkjunum Louisiana, Maine, Vermont og New Hampshire. Í Louisiana er margar ólíkar mállýskur að finna, en saman kallast þær Louisiana-franska. Cajun-franska er stærsta þeirra, en flestir mælendur þessarar mállýsku búa í Acadiana. Samkvæmt manntalinu 2000 eru 194.000 manns í Louisiana sem tala frönsku heima. Önnur mállýska sem er náskyld kanadískri frönsku er töluð í Nýja-Englandi. Missouri-franska var einu sinni töluð víða í Missouri og Illinois, en er næstum útdauð í dag.

Franska er eitt tveggja opinberra mála á Haítí, og er aðalmálið á stjórnsýslustigi og í menntunarkerfinu. Allir menntaðir Haítíbúar tala frönsku og hún er notuð í miklum mæli í viðskiptum. Hún er líka notuð við athafnir svo sem brúðkaup, útskriftir og messur. Annað opinbera tungumálið er haítí-kreólska, sem var nýlega stöðluð, en næstum allir Haítí-búar tala hana. Um 70–80% Haítíbúa hafa haítí-kreólsku að móðurmáli, afgangurinn hefur frönsku að móðurmáli. Haítí-kreólska er að mestu leyti byggð á frönsku, með áhrifum frá vesturafrískum tungumálum og nokkrum evrópskum málum. Haítí-kreólska er náskyld Louisiana-kreólsku og blendingsmálinu sem er talað á Litlu-Antillaeyjum.

Franska var opinbert tungumál í Franska Indókína, nýlendu sem stóð saman af Víetnam, Laos og Kambódíu. Hún er ennþá stjórnsýslumál í Laos og Kambódía, en staða hennar hefur veikst undanfarna áratugi. Í Víetnam talaði yfirstéttin frönsku, en þjónar sem unnu á frönskum heimilum töluðu blendingsmál sem í dag er útdautt. Eftir lok franskrar stjórnar var haldið áfram að nota frönsku í Suður-Víetnam í stjórnsýslu, menntun og viðskiptum. Frá falli Saigon hefur enska ýtt frönskunni úr sæti sem vinsælasta annað málið. Franska heldur stöðu sinni sem öðru máli hjá eldri kynslóðum og efri stéttum, en hún er líka notuð í háskólum.

Miðausturlönd

[breyta | breyta frumkóða]
Umferðarskilti með franskri þýðingu í Líbanon

Í Líbanon, sem er fyrrverandi frönsk nýlenda, er arabíska eina opinbera málið samkvæmt lögum, en önnur lög gera ráð fyrir notkun á frönsku í tilteknum tilvikum. Franska er víða í notkun hjá Líbönum sem annað mál, en hún er kennd í skólum ásamt arabísku og ensku. Franska er líka notuð á peningaseðlum, umferðarskiltum og opinberum byggingum (með arabísku).

Sýrland var frönsku nýlenda til ársins 1943, en franskan er í raun útdauð þar nema hjá efri og miðstéttunum. Töluvert er um frönskumælendur í Ísrael, og franska er í boði sem annað mál í mörgum skólum.

Franska er opinbert tungumál á eyjunni Vanúatú í Kyrrahafi, þar sem 45% íbúa tala málið. Á Nýju-Kaledóníu, sem er undir yfirráðum Frakklands, geta 97% íbúa talað, skrifað og lesið frönsku. Í Frönsku Pólýnesíu hafa 95% íbúa kunnáttu í talaðri, skrifaðri og ritaðri frönsku, og á Wallis- og Fútúnaeyjum hafa 78% íbúa sömu kunnáttu.

Hinn frönskumælandi heimur

[breyta | breyta frumkóða]
dökkblátt: móðurmál; blátt: opinbert eða víðast talað; ljósblátt: óopinbert eða stjórnsýslumál; grænt: minnihluta tungumál
Hinn frönskumælandi heimur (la Francophonie)

Dökkblátt: móðurmál
Blátt: opinbert eða víðast talað
Ljósblátt: óopinbert eða stjórnsýslumál

(Víetnam, Kambódía og Laos (Franska Indókína) eru ekki lituð ljósblá, vegna þess að franska er lítið notuð þar nú á dögum).

Stafsetning frönsku hefur verið nær óbreytt frá útgáfu orðabókar frönsku akademíunnar 1740. Franska stafrófið hefur 26 bókstafi:

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z

Franska hefur ýmsa brodda og sértákn:

  • Broddur „accent aigu“ : é
  • Öfugur broddur „accent grave“ : à, è, ù
  • Hattur „accent circonflexe“ : â, ê, î, ô, û
  • Tvípunktur „tréma“ : ë, ï
  • Krókur „cédille“ : ç
  • Límingarstafir „ligatures“ : œ, æ

Málfræði og orðaforði

[breyta | breyta frumkóða]

Málfræði

Franska er svipuð öðrum rómönskum málum að nokkru leyti hvað varðar málfræði. Til dæmis eru bara tvö kyn, engar beygingar eins og á latínu, greinar sem þróast hafa úr latneskum ábendingarfornöfnum og nýjar sagnatíðir sem þróast hafa úr hjálparsögnum.

Orðaröð í fullyrðingarsetningum á frönsku er frumlag–sögn–andlag þó fornafn megi koma á undan sögninni. Frumlagið og sögnin geta skipt um sæti í sums konar setningum, til dæmis spurnarsetningum, en það er ekki skyldubundið, til dæmis:

Parlez-vous français? „Talar þú frönsku?“
Vous parlez français? „Þú talar frönsku?“

Báðir setningarnar hafa sömu merkingu og eru bornar fram með spurnartónfalli.

Greinarmunur er á frönsku á formlegum og óformlegum fornöfnum í annarri persónu, sbr. þúun og þérun á íslensku.

Orðaforði

Hæ: Salut

Halló: Bonjour

Bless: Au revoir

Takk : Merci

Já: Oui

Nei: Non

Wikipedia
Wikipedia
Wikipedia: Franska, frjálsa alfræðiritið