Franska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
franska
français
Málsvæði Frakkland, Belgía, Sviss, Kanada ásamt 48 öðrum löndum
Heimshluti Vestur-Evrópa, Norður-Afríka og Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa 220 milljónir
Sæti 9
Ætt Indóevrópskt

 ítalískt
  rómanskt
  gallórómanskt
   franska

Stafróf Franskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Frakkland, Belgía, Fílabeinsströnd, Kanada, Sviss og fleir en 30 önnur lönd

Evrópusambandið
(ásamt öðrum tungumálum evrópusambandsins)

Viðurkennt minnihlutamál {{{minnihlutamál}}}
Fyrsta mál
heyrnarlausra
{{{fyrsta mál}}}
Stýrt af Académie française
Tungumálakóðar
ISO 639-1 fr
ISO 639-2 fre (B)/fra (T)
ISO 639-3 {{{iso3}}}
SIL FRA
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Wikipedia
Wikipedia: Franska, frjálsa alfræðiritið
Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Franska (français) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu en Rómverjar lögðu Frakkland undir sig á fyrstu öld f.Kr. en þar voru áður töluð keltnesk mál, og var þróun latínunnar þar áhrifuð að einhverju leyti af þeim. Franska varð fyrir áhrifum frá germönsku tungumáli Franka, sem er uppruni nafnsins Frakkland, og því franska France. Rómverjar kölluðu Frakkland Gallia, og kalla Frakkar Gallíu Gaule.

Franska er töluð víðs vegar í heiminum og er ellefta mest notaða tungumál heims. Hún er móðurmál um 77 milljóna manns, auk þess sem hún er annað tungumál um 51 milljónar manns. Hún er upprunnin í Frakklandi og töluð þar og víða þar sem Frakkar áttu áður nýlendur.

Franska er opinbert tungumál í Frakklandi, Lýðveldinu Kongó, Kanada, Madagaskar, Fílabeinsströndinni, Kamerún, Búrkína Fasó, Malí, Senegal, Belgíu, Rúanda, Haítí, Sviss, Búrúndí, Tógó, Miðafríkulýðveldinu, Kongó, Gabon, Kómoreyjum, Djíbútí, Lúxemborg, Guadeloupe, Martiník, Máritíus, Vanúatú, Seychelleseyjum og Mónakó. Auk þess er hún nokkuð mikið töluð í Alsír, Túnis, Marokkó og fleiri löndum en er þó ekki opinbert tungumál þar.

Franska í Afríku

Til eru ýmsar mállýskur í frönsku.

Franska einkennist af mörgum rödduðum blísturshljóðum (z) í byrjun orðs oft með joð, kokmæltu r-hljóði og óhreinum sérhljóðum.

Sedilluni eða króknum undir c-unum er ætlað að tákna að um er að ræða blísturhljóð (s) en ekki lokhljóð (k).

Nafnorð hafa engin föll og fleirtala er eins og í ensku oftast mynduð með essendingu. Í stað eignarfallsbeygingar er einfaldlega notað smáorðið "de". Nafnorð hafa tvö málfræðileg kyn; kvenkyn og karlkyn en ekki hvorugkyn. Lýsingarorð fá kyn- og tölubeygingu líkt og í íslensku en ólíkt ensku. Þérun er almenn í frönsku og notuð meira en einföld önnur peróna.

Greinar eru bæði ákveðnir sem óákveðnir og beygjast í kynjum. Óákveðni greinirinn er eins, hvort sem hann stendur með nafnorði í eintölu eða fleirtölu, en sá ákveðni tekur tölubeygingu.

Stafróf[breyta | breyta frumkóða]

Bókstafir[breyta | breyta frumkóða]

Franska stafrófið hefur 26 bókstafi:

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z

Áherslur[breyta | breyta frumkóða]

Franska hefur fimm tegundir áherslu:

  • „Accent aigu“ : é
  • „Accent grave“ : à, è, ù
  • „Accent circonflexe“ : â, ê, î, ô, û
  • „Tréma“ : ë, ï
  • „Cédille“ : ç
  • „Ligatures“ : œ, ædökkblátt: móðurmál; blátt: opinbert eða víðast talað; ljósblátt: óopinbert eða stjórnsýslumál; grænt: minnihluta tungumál
Hinn frönskumælandi heimur

Dökkblátt: móðurmál
Blátt: opinbert eða víðast talað
Ljósblátt: óopinbert eða stjórnsýslumál
Grænir ferningar: frönskumælandi minnihluti

(Víetnam, Kambódía og Laos (Franska Indókína) eru ekki lituð ljósblá, vegna þess að franska er lítið notuð þar nú á dögum).