Fara í innihald

Céline Dion

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Céline Dion
Dion árið 2012
Fædd
Céline Marie Claudette Dion

30. mars 1968 (1968-03-30) (56 ára)
Störf
  • Söngvari
  • leikari
  • athafnakona
  • mannvinur
Ár virk1980–núverandi
MakiRené Angélil (g. 1994; d. 2016)
Börn3
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðacelinedion.com

Céline Marie Claudette Dion (f. 30. mars 1968) er kanadísk söngkona, textahöfundur og leikkona. Hún fæddist í stóra fátæka fjölskyldu í Charlemagne í Québec. Céline kom fram sem unglingastjarna í hinum frönskumælandi heimi eftir að umboðsmaðurinn hennar og framtíðareiginmaður René Angélil veðsetti hús sitt til að fjármagna fyrstu plötu hennar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1990 gaf hún út á ensku plötuna Unison. Hún kom sér á fót sem raunhæfur popp-listamaður í Norður Ameríku og öðrum enskumælandi svæðum í heiminum. Céline öðlaðist fyrst alþjóðlegra viðurkenningar á níundar áratugarins eftir að hún vann Yamaha World Popular Song Festival árið 1982 og eftir að hún vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1988. Eftir fjölda franskra platna snemma á níunda áratugarsins, gerði hún samning við Sony árið 1986.

Með hjálp frá eiginmanninum sínum afrekaði hún velgengi á heimsvísu með nokkrum enskum og frönskum plötum, og hún endaði áratuginn sem einn frægasti listamaðurinn í popptónlist. En árið 1999, á toppi frægðarinnar, ákvað hún að eignast fjölskyldu og eyða tíma með eiginmanni sínum sem hafði greinst með krabbamein. Hún sneri aftur í tónlist 2002 og gerði 4 ára samning um að hún myndi koma fram á hverri nóttu í 5-stjörnu leikhúsi Colosseum á Caesars Palace í Las Vegas. Tónlist Celine hefur verið undir áhrifum úr ýmsum áttum frá poppi, soul og rokki til gospels og klassískar tónlistar. Þó að tónlist hennar hafi oft fengið misjafna dóma gagnrýnenda, þá hafa þeir alltaf lagt lof á kraftmikla rödd hennar og hrósað henni fyrir tæknilega beitingu hennar. Árið 2004, eftir að plötusalan hefði farið í meira enn 175 milljónir, var hún viðstödd Choprad Diamond Award fyrir að vera söluhæsti kvenkyns listamaður í heiminum. Árið 2007 tilkynnti Sony BMG það að Celine Dion hafði selt meira enn 200 milljónir platna á heimsvísu.

Lífs og tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

Barnæska og fystu skrefin í tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Frammistaða Celine á Yamaha World Popular Song Festival varð til þess að hún vann til gullverðlauna fyrir að vera toppsöngvari. Hún er yngst 14 barna Adhémar Dion og Thérése Tanguay. Celine Dion var alin upp sem rómversk kaþólsk á bláfátæku, en að eigin sögn, hamingjuríku heimili í Charlemagne. Tónlist hafði alltaf verið hluti af fjölskyldulífinu þegar hún ólst upp syngjandi með syskinum sínum á píanó foreldranna sem var kallað Le Vieux Baril. Frá ungra aldri hafði Celine dreymt um að verða söngkona. Í viðtali við tímaritið People árið 1994 sagði hún „Ég sakna fjölskyldu minnar og heimilsins míns, en ég sé ekki eftir unglingsárunum. Ég átti einn draum: Ég vildi verða söngkona.“ Við 12 ára aldur, Celine vann með mömmu sinni og bróður Jacques að skrifa fyrsta lagið „Ce n'était qu'un réve“ (Þetta var aðeins draumur).

Bróðir hennar Michel sendi upptökuna til tónlistarumboðsmannsins René Angélil, en nafn hans hafði hann séð á bakhlið Ginette Reno plötu. René táraðist þegar hann heyrði rödd Celine og ákvað að gera hana að stjörnu. Hann veðsetti heimilið sitt til að fjármagna fyrstu plötu hennar La Voix du bon Dieu (leikur að orðum „Rödd Guðs/Vegur til Guðs“, 1981), sem náði fyrsta sæti og gerði Celine stjörnu strax í Quebec. Vinsældir hennar breiddust út þegar hún kláraði Yamaha World Popular Song Festival í Tokyo í Japan árið 1982 og vann verðlaun fyrir besta sönginn með „Tellement j'ai d'amour pour toi“ (Ég hef svo mikla ást til þín) 1983 auk þess að verða fyrsti kanadíski listamaðurinn til að hljóta gullplötu í Frakklandi fyrir lagið „D'amour ou d'amitié“ (Af ást eða af vináttu). Celine hafði einning unnið nokkur verðlaun hjá Félix Awards, meðal annars fyrir bestu kvenkyns frammistöðuna og sem nýliði ársins.

Hún náði enn frekari vinsældum í Evrópu, Asíu og Ástralíu þegar hún keppti fyrir hönd Sviss í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1988 með lagið „Ne partez pas sans moi“ (Ekki fara án mín) og vann keppnina í Dublin, Írlandi. Þó létu vinsældir í Bandaríkjunum á sér standa, að hluta til vegna þess hún var frönskumælandi listamaður. Þrátt fyrir fullvissu René á hæfileikum hennar Réne áttaði sig á að hennar ímynd þyrfti að breytast til þess að hann gæti markaðsett hana á heimsvísu. Celine þurfti að hverfa af sviðsljósinu í nokkra mánuði á meðan að hún færi í líkamlega yfirhalningu og var send til École Berlitz School til að lagfæra ensku sína árið 1989. Þetta markaði upphaf á enskumælandi tónlistarferli hennar.

1990-1992: Brotist til frægðar[breyta | breyta frumkóða]

Ári eftir að hún hafði lært ensku, hóf hún sína frumraun inní enskumælandi markað með Unison 1990. Hún naut hjálpar margra tónlistarmanna meðal annars Vito Luprano og kanadíska framleiðandans David Foster. Platan var að stórum hluta undir áhrifum níunda áratugar mjúku rokki. Einstök lög af plötunni meðal annars „(If There Was) Any Other Way“, „The Last To Know“, „Unison“ og „Where Does My Heart Beat Now“ sem náði 4. sæti á Billboard Hot 100. Platan staðfesti Celine sem rísandi stjörnu í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu. Árið 1991 var Celine einnig einsöngvari í Voices That Care, til heiður til bandarískra hermanna í Persaflóastríðinu.

Celine söng tiltillagið í Disney-teiknimyndinni Fríða og dýrið árið 1991. Söngurinn markaði tónlistarstíl sem Celine átti eftir að notfæra sér í frammtíðinni: ballöður með klassískum áhrifum. Sló í gegn hjá bæði gagngrýendum og auglýsingaútvarpi. Lagið náði í 2. sæti á bandaríska topp 10 listanum, og vann til Óskarsverðlauna fyrir besta sönginn og Grammy-verðlaun fyrir bestu poppframmistöðuna með dúett. Fríða og dýrið varð seinna plata Celine 1992 sem var líkt og hennar frumraun með sterk rokk áhrif í samblandi við soul og klassíska tónlist.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]