Conchita Wurst

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Conchita Wurst
Conchita Wurst
Conchita Wurst (2014)
Fæddur Thomas Neuwirth
6. nóvember 1988 (1988-11-06) (31 árs)
Fáni Austurríkis Gmunden, Austurríki
Þjóðerni Austurríki breyta
Starf/staða Söngkona
Verðlaun Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 breyta

Thomas „Tom“ Neuwirth (f. 6. nóvember 1988), sem er betur þekktur sem hún Conchita Wurst, er Austurrískur söngvari. Conchita Wurst sigraði fyrir hönd Austurríkis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 í Kaupmannahöfn, Danmörku með 290 stig. Wurst kýs að nota kvenkyns fornöfn þegar talað er um sig.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Tom Neuwirth sem karlmaður 2007.

Neuwirth fæddist í Gmunden í Austurríki, árið 1988. Áður en að fara í drag vann Neuwirth við gluggaskreytingar, en birtist fyrst í fjölmiðlum í auglýsingu árið 2006. Árið 2007 komst Neuwirth í úrslit í Austurríska hæfileikaþættinum Starmania. En árið 2011 sneri Neuwirth aftur í sjónvarpið sem dragpersónan "Conchita Wurst". Conchita Wurst tók þátt í þættinum The Hardest Jobs of Austria, þar sem hún vann í fiskvinnslustöð, og í þættinum Wild Girls, þar sem hópur sjálfboðaliða þurfti að þrauka í óbyggðunum í Namibíu með innfæddum. Wurst var í dragi í þættinum.

Neuwirth útskrifaðist úr Tískuskólanum í Graz árið 2011, og hefur búið á ýmsum stöðum í Vínarborg síðan.

Tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

2006–2007: Starmania og Jetzt anders![breyta | breyta frumkóða]

Árið 2006 tók Neuwirth þátt í þriðju þáttaröð Austurríska hæfileikaþáttarins Starmania og endaði í öðru sæti. (Nadine Beiler varð í fyrsta sæti). Ári síðar stofnaði Neuwirth strákabandið Jetzt anders! sem hætti sama ár.

2011–2012: Die große Chance og Eurovision 2012[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2011 kom persónan Conchita Wurst fyrst fram í þættinum Die große Chance sem sýndur var á ORF sjónvarpsstöðinni. Hún varð í öðru sæti í austurrísku Eurovision keppninni árið 2012.

2013–2014: Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014[breyta | breyta frumkóða]

Conchita Wurst kynnir sig.

Þann 10. September 2013 var það tilkynnt af austurríska ríkissjónvarpinu ORF að Wurst myndi keppa fyrir hönd Austurríkis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 sem haldin yrði í Kaupmannahöfn í Danmörku. Valið á Wurst olli miklum ágreiningi í Austurríki. Fjórum dögum eftir að ORF sjónvarpsstöðin hafði tilkynnt flytjandann voru fleiri en 31.000 manns búnir að líka við "Anti-Wurst" Facebook síðu. Í október kom fram beðni til BTRC, ríkissjónvarps Hvíta-Rússlands um að þurrka flutning Conchitu úr útsendingunni. Beiðnin hélt því fram að hún myndi breyta Eurovision í algera Sódómu. Í desember kom fram svipuð beiðni í Rússlandi. Og í mars 2014 kom lag Conchitu Wurst út, "Rise Like a Phoenix". Lagið komst áfram í fyrri undanúrslitunum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 þann 8. maí. Conchita vann svo glæsilegan sigur með 290 stig.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

Ár Titill Hæsta sæti á metsölulista eftir löndum Plata
Austurríki
Belgía
Danmörk
Þýskaland
Írland
Holland
Svíþjóð
Sviss
Bretland
2011 "Unbreakable" 32 Ekki gefið út á plötu
2012 "That's What I Am" 12
2014 "Rise Like a Phoenix" 1 8 6 5 10 3 27 2 17
"—" merkir að smáskífa komst ekki á metsölulista eða var ekki gefið út í því landi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]