Frakkland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frakkland

EuroFrancia.svg

Sjónvarpsstöð France Télévisions
Söngvakeppni Eurovision France, c'est vous qui décidez !
Ágrip
Þátttaka 63
Fyrsta þátttaka 1956
Besta niðurstaða 1. sæti: 1958, 1960, 1962, 1969, 1977
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða France Télévisions
Síða Frakklands á Eurovision.tv

Frakkland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 63 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni ásamt sjö öðrum löndum átti sér stað árið 1956. Landið hefur aðeins verið fjarverandi tveim keppnum, árin 1974 og 1982. Ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi er Frakkland eitt af „Stóru Fimm“ löndunum sem fara sjálfkrafa áfram í úrslit þar sem að þessi lönd veita mestu fjármögnun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Frakkland hefur unnið keppnina fimm sinnum.

Frakkland vann í fyrsta sinn keppnina árið 1958 með „Dors, mon amour“ flutt af André Claveau. Þar á eftir fylgdu þrír aðrir sigrar á 7. áratugnum. Það voru lögin „Tom Pillibi“ flutt af Jacqueline Boyer (1960), „Un Premier Amour“ flutt af Isabelle Aubret (1962) og „Un jour, un enfant“ sem var flutt af Frida Boccara (1969). Sigurinn árið 1969 var skiptur niður á milli Hollands, Spánar og Bretlands. Fimmti sigur Frakklands kom árið 1977, þegar Marie Myriam vann með laginu „L‘oiseau et l‘enfant“. Á 20. öldinni náði landið einnig að lenda í öðru sæti fjórum sinnum með Paule Desjardins (1957), Catherine Ferry (1976), Joëlle Ursull (1990) og Amina (1991) sem tapaði gegn sænsku Carolu í bráðabana.

Eftir að hafa náð topp-5 í 24 keppnum á 20. öldinni, hefur Frakklandi ekki fylgt jafn góðu gengi á 21. öldinni. Landið hefur aðeins náð topp-5 niðurstöðu í þrjú skipti, með Natasha St-Pier í fjórða sæti (2001), Sandrine François í fimmta sæti (2002) og Barbara Pravi í öðru sæti (2021). Hinar topp-10 niðurstöðurnar voru náðar af Patricia Kaas í áttunda sæti (2009) og Amir í sjötta sæti (2016). Frakkland endaði í seinasta sæti árið 2014, þegar Twin Twin fékk aðeins 2 stig.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1956 Mathé Altéry Le temps perdu franska 2 [a] Ekki tiltæk Engin undankeppni
Dany Dauberson Il est là franska 2 [a]
1957 Paule Desjardins La belle amour franska 2 17
1958 André Claveau Dors, mon amour franska 1 27
1959 Jean Philippe Oui, oui, oui, oui franska 3 15
1960 Jacqueline Boyer Tom Pillibi franska 1 32
1961 Jean-Paul Mauric Printemps, avril carillonne franska 4 13
1962 Isabelle Aubret Un premier amour franska 1 26
1963 Alain Barrière Elle était si jolie franska 5 25
1964 Rachel Le chant de Mallory franska 4 14
1965 Guy Mardel N'avoue jamais franska 3 22
1966 Dominique Walter Chez nous franska 16 1
1967 Noëlle Cordier Il doit faire beau là-bas franska 3 20
1968 Isabelle Aubret La source franska 3 20
1969 Frida Boccara Un jour, un enfant franska 1 [b] 18
1970 Guy Bonnet Marie-Blanche franska 4 8
1971 Serge Lama Un jardin sur la terre franska 10 82
1972 Betty Mars Comé-comédie franska 11 81
1973 Martine Clemenceau Sans toi franska 15 65
1974 Dani La vie à vingt-cinq ans franska Dregið úr keppni
1975 Nicole Rieu Et bonjour à toi l'artiste franska 4 91 Engin undankeppni
1976 Catherine Ferry Un, deux, trois franska 2 147
1977 Marie Myriam L'oiseau et l'enfant franska 1 136
1978 Joël Prévost Il y aura toujours des violons franska 3 119
1979 Anne-Marie David Je suis l'enfant soleil franska 3 106
1980 Profil Hé, hé M'sieurs dames franska 11 45
1981 Jean Gabilou Humanahum franska 3 125
1983 Guy Bonnet Vivre franska 8 56
1984 Annick Thoumazeau Autant d'amoureux que d'étoiles franska 8 61
1985 Roger Bens Femme dans ses rêves aussi franska 10 56
1986 Cocktail Chic Européennes franska 17 13
1987 Christine Minier Les mots d'amour n'ont pas de dimanche franska 14 44
1988 Gérard Lenorman Chanteur de charme franska 10 64
1989 Nathalie Pâque J'ai volé la vie franska 8 60
1990 Joëlle Ursull White and Black Blues franska 2 132
1991 Amina C'est le dernier qui a parlé qui a raison franska 2 146
1992 Kali Monté la riviè franska, blendingsmál 8 73
1993 Patrick Fiori Mama Corsica franska, korsíska 4 121 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Nina Morato Je suis un vrai garçon franska 7 74 Engin undankeppni
1995 Nathalie Santamaria Il me donne rendez-vous franska 4 94
1996 Dan Ar Braz & L'Héritage des Celtes Diwanit Bugale bretónska 19 18 11 55
1997 Fanny Sentiments songes franska 7 95 Engin undankeppni
1998 Marie Line Où aller franska 24 3
1999 Nayah Je veux donner ma voix franska 19 14
2000 Sofia Mestari On aura le ciel franska 23 5
2001 Natasha St-Pier Je n'ai que mon âme franska, enska 4 142
2002 Sandrine François Il faut du temps franska 5 104
2003 Louisa Baïleche Monts et merveilles franska 18 19
2004 Jonatan Cerrada À chaque pas franska, spænska 15 40 Meðlimur Stóru 4
2005 Ortal Chacun pense à soi franska 23 11
2006 Virginie Pouchain Il était temps franska 22 5
2007 Les Fatals Picards L'amour à la française franska, enska 22 19
2008 Sébastien Tellier Divine enska [c] 19 47
2009 Patricia Kaas Et s'il fallait le faire franska 8 107
2010 Jessy Matador Allez Ola Olé franska 12 82
2011 Amaury Vassili Sognu korsíska 15 82 Meðlimur Stóru 5
2012 Anggun Echo (You and I) franska, enska 22 21
2013 Amandine Bourgeois L'enfer et moi franska 23 14
2014 Twin Twin Moustache franska [d] 26 2
2015 Lisa Angell N'oubliez pas franska 25 4
2016 Amir J'ai cherché franska, enska 6 257
2017 Alma Requiem franska, enska 12 135
2018 Madame Monsieur Mercy franska 13 173
2019 Bilal Hassani Roi franska, enska 16 105
2020 Tom Leeb Mon alliée (The Best in Me) franska, enska Keppni aflýst [e]
2021 Barbara Pravi Voilà franska 2 499 Meðlimur Stóru 5
2022 Þátttaka staðfest [2]
  1. 1,0 1,1 Niðurstöðurnar fyrir fyrstu keppnina árið 1956 eru ekki vitaðar, aðeins var sigurvegarinn kynntur. Opinbera Eurovision síðan setur fram að öll hin lögin hafi endað í öðru sæti. [1]
  2. Í keppninni árið 1969 voru fjórir sigurvegarar. Engar reglur voru þá til um bráðabana og voru þar af leiðandi öll löndin talin sem sigurvegarar. Hin löndin sem unnu voru Bretland, Holland og Spánn.
  3. Inniheldur nokkur orð á frönsku.
  4. Inniheldur nokkra frasa á ensku og spænsku.
  5. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Barclay, Simon (17 June 2010). The Complete and Independent Guide to the Eurovision Song Contest 2010. Silverthorn Press. bls. 24. ISBN 978-1-4457-8415-1.
  2. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20 October 2021. Afrit from the original on 20. október 2021. Sótt 20 October 2021.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.