Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Útlit
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (f. 3. mars 1966) er íslenskur gítarleikari og lagahöfundur. Hann var meðlimur í hljómsveitunum Exodus, Pax Vobis, Geiri Sæm og Hunangstunglið, Todmobile og Tweety. Auk þess hefur hann fengist við útsetningar, upptökustjórn og tónlistarstjórn í leikhúsi og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist fyrir nokkra íslenska söngleiki eins og Ávaxtakörfuna 1998, Benedikt búálf 2003 og Hafið bláa 2005. Hann hefur þrisvar verið höfundur að lagi sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fyrst með „All Out Of Luck“ 1999 og síðan „If I had your love“ 2005 og „Til hamingju Ísland“ 2006.