Ísland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ísland
SjónvarpsstöðRíkisútvarpið (RÚV)
Ágrip
Þátttaka35 (27 úrslit)
Fyrsta þátttaka1986
Bestu úrslit2. sæti: 1999, 2009
Tengt efni
Söngvakeppnin
Tenglar
Vefsíða RÚV
Ísland á Eurovision.tv Edit this at Wikidata

Ísland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 35 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1986. Ísland tók ekki þátt í keppninni árin 1998 og 2002 eftir að hafa fallið úr keppninni ári fyrr. Framlög Íslands eru að venju valin með Söngvakeppninni.

Jóhanna Guðrún flytur lagið „Is It True?“ í Moskvu (2009)

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Ísland tók fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986. Áhugi hafði verið fyrir þátttöku í keppninni í mörg ár og hún hafði verið sýnd í beinni útsendingu frá árinu 1983, en beðið var eftir því að Ríkisútvarpið hefði efni á því að halda keppnina.

Besti árangur Íslands í keppninni er annað sætið en því takmarki var náð árin 1999 og 2009. Árið 1999 tók Selma Björnsdóttir þátt fyrir hönd Íslandi með lagið „All Out of Luck“ sem fékk 146 stig. Árið 2009 tók Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þátt fyrir hönd Íslands með lagið „Is It True?“ sem að hlaut 218 stig, en sigurlagið „Fairytale“ eftir Alexander Rybak var með 169 fleiri stig.

Versti árangur Íslands var árið 1989 þegar Daníel Ágúst Haraldsson fékk engin stig fyrir lagið „Það sem enginn sér“. Oft þegar vísað er til lagsins er það kallað „Það sem enginn heyrði.“ Fram að þessu er þetta eina framlag Íslendinga sem hefur ekki fengið eitt einasta stig. Árið 2001 lenti hljómsveitin Two Tricky í síðasta sæti með aðeins þrjú stig þegar þeir fluttu lagið „Angel“.

Árið 2004 var undanúrslitakeppni fyrst notuð í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og komst Ísland sjálfkrafa áfram það ár vegna velgengni Birgittu Haukdal í keppninni árið áður þegar hún lenti í áttunda sæti með 81 stig. Vegna þess að Ísland lenti fyrir utan topp tíu sætanna það árið þurfti það að keppa í undanúrslitum árin 2005, 2006 og 2007 en komst aldrei áfram. Árið 2008 var reglunum breytt og hafa allir þáttakendur fyrir utan Ítalíu, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Spán og sigurlandið frá árinu áður þurft að taka þátt í undanúrslitum. Eftir það komst Ísland upp úr undankeppninni allt til ársins 2014 en ekki árin 2015, 2016, 2017 og 2018. Í heild sinni er Ísland annað sigursælasta land keppninnar sem á eftir að vinna, næst á eftir Möltu.

Fjöldi söngvara hefur keppt oftar en einu sinni fyrir hönd Íslands, þar á meðal Sigríður Beinteinsdóttir sem að hefur farið fjórum sinnum (tvisvar í tvíeyki, einu sinni sem sólóisti og einu sinni sem bakraddasöngkona). Stefán Hilmarsson hefur farið þrisvar fyrir hönd Íslands (í tvíeyki árin 1988, 1991 og einu sinni sem bakraddasöngvari árið 1999) og sama á við Selmu Björnsdóttir (sem sólóisti árin 1999 og 2005), Eirík Hauksson (í tríói árið 1986 og sem sólóisti árið 2007), Jónsa (sem sólóisti árið 2004 og í tvíeyki árið 2012), Friðrik Ómar (í tvíeyki árið 2008 og sem bakraddasöngvari árið 2009), Heru Björk (sem bakraddasöngkona árið 2009 og sem sólóisti árið 2010) og Regínu Ósk (sem bakraddasöngkona árið 2003 og í tvíeyki árið 2008).

Yfirlit þátttöku[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Fyrsta sæti
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
X Framlag valið en ekki keppt
Ár Flytjandi Lag Ísl. lagaheiti Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1986 ICY Gleðibankinn Titill eins íslenska 16 19 Engin undankeppni
1987 Halla Margrét Hægt og hljótt íslenska 16 28
1988 Beathoven Þú og þeir (Sókrates) íslenska 16 20
1989 Daníel Ágúst Það sem enginn sér íslenska 22 ◁ 0
1990 Stjórnin Eitt lag enn íslenska 4 124
1991 Stefán & Eyfi Draumur um Nínu íslenska 15 26
1992 Heart 2 Heart Nei eða já íslenska 7 80
1993 Inga Þá veistu svarið íslenska 13 42 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Sigga Beinteins Nætur íslenska 12 49 Engin undankeppni
1995 Björgvin Halldórsson Núna íslenska 15 31
1996 Anna Mjöll Sjúbídú íslenska 13 51 10 59
1997 Páll Óskar Minn hinsti dans íslenska 20 18 Engin undankeppni
1999 Selma Björnsdóttir All Out of Luck Ekki tiltækt enska 2 146
2000 Einar Ágúst & Telma Tell Me! „Hvert sem er“ enska 12 45
2001 Two Tricky Angel „Birta“ enska 22 ◁ 3
2003 Birgitta Haukdal Open Your Heart „Segðu mér allt“ enska 8 81
2004 Jónsi Heaven „Himinn“ enska 19 16 Topp 11 árið fyrr[a]
2005 Selma Björnsdóttir If I Had Your Love Ekki tiltækt enska Komst ekki áfram 16 52
2006 Silvía Nótt Congratulations „Til hamingju Ísland“ enska 13 62
2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost „Ég les í lófa þínum“ enska 13 77
2008 Eurobandið This Is My Life „Fullkomið líf“ enska 14 64 8 68
2009 Jóhanna Guðrún Is It True? Ekki tiltækt enska 2 218 1 174
2010 Hera Björk Je ne sais quoi enska, franska 19 41 3 123
2011 Vinir Sjonna Coming Home „Aftur heim“ enska 20 61 4 100
2012 Greta Salóme og Jónsi Never Forget „Mundu eftir mér“ enska 20 46 8 75
2013 Eyþór Ingi Ég á líf Titill eins íslenska 17 47 6 72
2014 Pollapönk No Prejudice „Enga fordóma“ enska 15 58 8 61
2015 María Ólafsdóttir Unbroken „Lítil skref“ enska Komst ekki áfram 15 14
2016 Greta Salóme Hear Them Calling „Raddirnar“ enska 14 51
2017 Svala Paper „Ég veit það“ enska 15 60
2018 Ari Ólafsson Our Choice „Heim“ enska 19 ◁ 15
2019 Hatari Hatrið mun sigra Titill eins íslenska 10 232 3 221
2020 Daði og Gagnamagnið Think About Things „Gagnamagnið“ enska Keppni aflýst[b] X
2021 Daði og Gagnamagnið 10 Years Ekki tiltækt enska 4 378 2 288
2022 Systur Með hækkandi sól Titill eins íslenska 23 20 10 103
2023 Diljá Power „Lifandi inní mér“ enska Komst ekki áfram 11 44
2024 Hera Björk Scared of Heights „Við förum hærra“ enska

Tölfræði atkvæðagreiðslu[breyta | breyta frumkóða]

Tölfræði atkvæðagreiðslu í Eurovision frá 1986 til 2021.

Lönd sem Ísland hefur gefið flest stig:

Sæti Land Stig
1 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð 230
2 Fáni Danmerkur Danmörk 198
3 Fáni Noregs Noregur 152
4 Fáni Frakklands Frakkland 116
5 Fáni Finnlands Finnland 98

Lönd sem hafa gefið Íslandi flest stig:

Sæti Land Stig
1 Fáni Svíþjóðar Svíþjóð 137
2 Fáni Noregs Noregur 130
3 Fáni Danmerkur Danmörk 128
4 Fáni Bretlands Bretland 100
5 Fáni Finnlands Finnland 84

Þulir RÚV[breyta | breyta frumkóða]

Ár Þulir
1986 Þorgeir Ástvaldsson
1987 Kolbrún Halldórsdóttir
1988 Hermann Gunnarsson
1989-1991 Arthúr Björgvin Bollason
1992 Árni Snævarr
1993-1997 Jakob Frímann Magnússon
1998 Páll Óskar Hjálmtýsson
1999-2001 Gísli Marteinn Baldursson
2002 Logi Bergmann Eiðsson
2003-2005 Gísli Marteinn Baldursson
2006-2010 Sigmar Guðmundsson
2011-2012 Hrafnhildur Halldórsdóttir
2013-2015 Felix Bergsson
2016- Gísli Marteinn Baldursson

Stigakynnar RÚV[breyta | breyta frumkóða]

Ár Stigakynnar
1986-1988 Guðrún Skúladóttir
1989 Erla Björk Skúladóttir
1990 Árni Snævarr
1991 Sigríður Pétursdóttir
1992-1993 Guðrún Skúladóttir
1994 Sigríður Arnardóttir
1995 Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
1996-1997 Svanhildur Konráðsdóttir
1998 Ísland tók ekki þátt
1999 Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
2000 Ragnheiður Elín Clausen
2001 Eva María Jónsdóttir
2002 Ísland tók ekki þátt
2003 Eva María Jónsdóttir
2004 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
2005-2007 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
2008 Brynja Þorgeirsdóttir
2009 Þóra Tómasdóttir
2010 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
2011 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
2012 Matthías Matthíasson
2013 María Sigrún Hilmarsdóttir
2014 Benedikt Valsson
2015 Sigríður Halldórsdóttir
2016 Unnsteinn Manuel Stefánsson
2017 Björgvin Halldórsson
2018 Edda Sif Pálsdóttir
2019 Jóhannes Haukur Jóhannesson
2021 Hannes Óli Ágústsson
2022 Árný Fjóla Ásmundsdóttir
2023 Einar Stefánsson

Forsöngur, höfundur/ar og bakraddir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Lag Lagahöfundur Textahöfundur Forsöngur Bakraddir
1986 Gleðibankinn Magnús Eiríksson Magnús Eiríksson ICY (Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson)
1987 Hægt og hljótt Valgeir Guðjónsson Valgeir Guðjónsson Halla Margrét Árnadóttir
1988 Þú og þeir (Sókrates) Sverrir Stormsker Sverrir Stormsker Beathoven (Stefán Hilmarsson) Edda Borg Ólafsdóttir og Sverrir Stormsker
1989 Það sem enginn sér Valgeir Guðjónsson Valgeir Guðjónsson Daníel Ágúst Haraldsson Eva Ásrún Albertsdóttir og Eva Leila Banine
1990 Eitt lag enn Hörður G. Ólafsson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Stjórnin (Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir) Stjórnin
1991 Draumur um Nínu Eyjólfur Kristjánsson Eyjólfur Kristjánsson Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson Erna Þórarinsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir
1992 Nei eða já Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson Stefán Hilmarsson Heart 2 Heart (Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir) Friðrik Karlsson, Grétar Örvarsson, Halldór Hauksson og Jóhann Ásmundsson
1993 Þá veistu svarið Jon Kjell Seljeseth Friðrik Karlsson Ingibjörg Stefánsdóttir Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir
1994 Nætur Friðrik Karlsson Stefán Hilmarsson Sigríður Beinteinsdóttir Edda Borg Ólafsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson
1995 Núna Björgvin Halldórsson og Ed Welch Jón Örn Marínósson Björgvin Halldórsson Berglind Björk Jónasdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán Hilmarsson
1996 Sjúbídú Anna Mjöll og Ólafur Gaukur Anna Mjöll og Ólafur Gaukur Anna Mjöll Ólafsdóttir
1997 Minn hinsti dans Páll Óskar Hjálmtýsson og Trausti Haraldsson Páll Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar Hjálmtýsson
1998 Ísland tók ekki þátt
1999 All Out of Luck Selma Björnsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Selma Björnsdóttir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Rúna G. Stefánsdóttir og Stefán Hilmarsson
2000 Tell Me! Örlygur Smári Örlygur Smári og Sigurður Örn Jónsson Einar Ágúst Víðisson og Telma Ágústsdóttir Eyjólfur Kristjánsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson
2001 Angel Einar Bárðarson og Magnús Þór Sigmundsson Einar Bárðarson Two Tricky (Gunnar Ólafson og Kristján Gíslason) Margrét Eir Hjartardóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir
2002 Ísland tók ekki þátt
2003 Open Your Heart Hallgrímur Óskarsson og Birgitta Haukdal Hallgrímur Óskarsson Birgitta Haukdal Margrét Eir Hjartardóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir
2004 Heaven Sveinn Rúnar Sigurðsson Magnús Þór Sigmundsson Jón Jósep Snæbjörnsson
2005 If I Had Your Love Vignir Snær Vigfússon og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Selma Björnsdóttir og Linda Thompson Selma Björnsdóttir Regína Ósk Óskarsdóttir
2006 Congratulation Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Silvía Nótt Silvía Nótt Gísli Magna Sigríðarson, Pétur Örn Guðmundsson og Sigríður Beinteinsdóttir
2007 Valentine Lost Sveinn Rúnar Sigurðsson Peter Fenner Eiríkur Hauksson
2008 This Is My Life Örlygur Smári Páll Óskar Hjálmtýsson og Peter Fenner Eurobandið (Friðrik Ómar Hjörleifsson og Regína Ósk Óskarsdóttir) Grétar Örvarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson
2009 Is It True? Óskar Páll Sveinsson, Chris Neil og Tinatin Óskar Páll Sveinsson, Chris Neil og Tinatin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Erna Hrönn Ólafsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Hera Björk Þórhallsdóttir
2010 Je ne sais quoi Örlygur Smári og Hera Björk Þórhallsdóttir Örlygur Smári og Hera Björk Þórhallsdóttir Hera Björk Þórhallsdóttir Erna Hrönn Ólafsdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Kristján Gíslason, Kristjana Stefánsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson
2011 Coming Home Sigurjón Brink Þórunn Erna Clausen Sjonni's Friends (Benedikt Brynleifsson, Gunnar Ólafsson, Hreimur Örn Heimisson, Matthías Matthíasson, Pálmi Sigurhjartarson og Vignir Snær Vigfússon)
2012 Never Forget Greta Salóme Stefánsdóttir Greta Salóme Stefánsdóttir Greta Salóme Stefánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson Alma Rut Kristjánsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, Gísli Magna Sigríðarson og Pétur Örn Guðmundsson
2013 Ég á líf Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson Eyþór Ingi Gunnlaugsson Bergþór Smári Jakobsson, Einar Þór Jóhannsson, Hannes Heimir Friðbjarnarson og Kristján Gíslason
2014 No Prejudice Heiðar Örn Kristjánsson Haraldur F. Gíslason Pollapönk Óttarr Proppé og Snæbjörn Ragnarsson
2015 Unbroken StopWaitGo StopWaitGo María Ólafsdóttir Alma Rut Kristjánsdóttir, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Friðrik Dór Jónsson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Íris Hólm
2016 Hear Them Calling Greta Salóme Stefánsdóttir Greta Salóme Stefánsdóttir Greta Salóme Stefánsdóttir Gísli Magna Sigríðarson, Hafsteinn Þórólfsson, Kristján Gíslason, Lilja Björk Runólfsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson
2017 Paper Einar Egilsson, Lester Mendez, Lily Elise og Svala Björgvinsdóttir Einar Egilsson, Lester Mendez, Lily Elise og Svala Björgvinsdóttir Svala Björgvinsdóttir Anna Sigríður Snorradóttir, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Hrönn Svansdóttir, Íris Lind Verudóttir og Óskar Einarsson
2018 Our Choice Þórunn Erna Clausen Þórunn Erna Clausen Ari Ólafsson Arna Rún Ómarsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Gunnar Leó Pálsson, Þórunn Erna Clausen og Vignir Snær Vigfússon
2019 Hatrið mun sigra Hatari Hatari Hatari (Matthías Tryggvi Haraldsson, Klemens Hannigan og Einar Stefánsson)
2020 Think About Things Daði Freyr Pétursson Daði Freyr Pétursson Daði og Gagnamagnið (Daði Freyr Pétursson o.fl.) Sigrún Birna Pétursdóttir og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir
2021 10 Years Daði Freyr Pétursson Daði Freyr Pétursson Daði og Gagnamagnið (Daði Freyr Pétursson o.fl.) Sigrún Birna Pétursdóttir og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir
2022 Með hækkandi sól Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir Systur (Elín Eyþórsdóttir, Elísabet Eyþórsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir)
2023 Power Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson Diljá Katla Þórudóttir Njálsdóttir og Kolbrún María Másdóttir

Athugasemdir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  2. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]