Louis Armstrong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Louis Armstrong (1953)

Louis Daniel Armstrong (4. ágúst 19016. júlí 1971), kallaður Satchmo,[1] Satch, and Pops,[2] var bandarískur trompetleikari, tónskáld, söngvari og leikari sem var einn sá áhrifamesti í djassi. Ferill hans spannaði fimm áratugi, frá 1920 til 1960, og mismunandi tímabil í sögu djassins.[3] Árið 2017 var hann fenginn í Rhythm & Blues Hall of Fame.

Armstrong er fæddur og uppalinn í New Orleans. Þegar Armstrong varð þekktur á þriðja áratuginum „hugvitssamur“ trompet- og kornettuleikari, hafði Armstrong áhrif á grunnatriði jazz og færði áherslu tónlistarinnar frá sameiginlegum spuna til einstaklings framtaks.[4] Um 1922 fylgdi hann leiðbeinanda sínum, Joe „King“ Oliver, til Chicago til að spila í Creole Jazz Band. Í Chicago eyddi hann tíma með öðrum vinsælum djass tónlistarmönnum, styrkti böndin við vin sinn Bix Beiderbecke og eyddi tíma með Hoagy Carmichael og Lil Hardin. Hann fékk orðspor við þáttöku í útsláttarkeppnum og flutti til New York til að taka þátt í hljómsveit Fletcher Henderson.

Með sinni þekkjanlegu ríku, raspkenndu rödd, var Armstrong einnig áhrifamikill söngvari, góður í spuna og teygði á texta og tónum lags. Armstrong er þekktur fyrir persónutöfra, rödd og trompetleik. Í lok ferils Armstrongs á sjöunda áratugnum höfðu áhrif hans breiðst út til dægurtónlistar almennt. Armstrong var einn af fyrstu vinsælu Afrísku-Amerísku skemmtikröftunum til að "komast yfir", sem þýddi að tónlist hans varð vinsæl hjá fólki með annan húðlit, í kynþáttaskiptri Ameríku. Hann hafði ekki áhrif á pólítík síns kynþátts opinberlega, sem olli óánægju afrískra Bandaríkjamanna, en hann tók opinbera afstöðu til skiptingar í Little Rock kreppunni. Hann hafði aðgang að efri stigum bandarísks samfélags á þeim tíma sem það var erfitt fyrir svarta menn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. For "satchel-mouth".
  2. For background on nicknames, see Laurence Bergreen (1997). Louis Armstrong: An Extravagant Life. New York: Broadway Books. bls. 4Snið:Endash5. ISBN 978-0-553-06768-2.
  3. Cook, Richard (2005). Richard Cook's Jazz Encyclopedia. London: Penguin Books. bls. 18–19. ISBN 978-0-14-100646-8.
  4. Bergreen (1997), p. 1.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.