Lori Lightfoot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lori Lightfoot
Lori Lightfoot árið 2021.
Borgarstjóri Chicago
Í embætti
20. maí 2019 – 15. maí 2023
ForveriRahm Emanuel
EftirmaðurBrandon Johnson
Persónulegar upplýsingar
Fædd4. ágúst 1962 (1962-08-04) (61 árs)
Massillon, Ohio, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn[1][2]
MakiAmy Eshleman
Börn1
HáskóliMichigan-háskóli (BA)
Chicago-háskóli (JD)
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Lori Elaine Lightfoot (f. 4. ágúst 1962) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum. Hún var borgarstjóri Chicago frá árinu 2019 til ársins 2023. Hún var kjörin borgarstjóri í kosningum þann 2. apríl 2019. Hún er fyrsta bandaríska blökkukonan og fyrsta hinsegin manneskjan sem hefur verið borgarstjóri Chicago.[3]

Uppvöxtur og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Lightfoot fæddist í Massillon í Ohio. Hún gekk í Michigan-háskóla í Ann Harbor og í Chicago-háskóla. Lightfoot starfaði fyrir þingmennina Ralph Regula og Barböru Mikulski.

Lagaferill[breyta | breyta frumkóða]

Lightfoot hefur unnið ýmis störf fyrir yfirvöld í Chicagoborg. Hún hefur verið starfsmannastjóri og aðalráðgjafi neyðarstjórnunar- og samskiptaskrifstofu borgarinnar. Hún varð síðar aðstoðarforstjóri innkaupaþjónustu Chicagoborgar. Lightfoot var jafnframt forseti framkvæmdastjórnar lögregludeildar Chicago og formaður starfshóps um löggæsluábyrgð.

Lightfoot vann einnig sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Mayer Brown LLP.[4]

Borgarstjóri Chicago[breyta | breyta frumkóða]

Kosningabarátta[breyta | breyta frumkóða]

Þann 10. maí árið 2018 tilkynnti Lori Lightfoot að hún hygðist gefa kost á sér í borgarstjórakosningum Chicago næsta ár.[5] Lightfoot var fyrsta lesbían til bjóða sig opinberlega fram til embættis borgarstjóra í sögu Chicagoborgar.[6] Hún komst í aðra umferð borgarstjórakosninganna á móti Toni Preckwinkle þann 2. apríl 2019.[7] Sumir aðgerðasinnar voru á móti framboði Lightfoot vegna starfa hennar með lögreglunni í Chicago.[8]

Þann 2. apríl 2019 vann Lori Lightfoot kosningarnar og varð þannig fyrsta bandaríska blökkukonan og fyrsta lesbían til að gegna embætti borgarstjóra Chicago.[9] Lightfoot hlaut 77% atkvæðanna en Preckwinkle 23%.

Borgarstjóratíð[breyta | breyta frumkóða]

Lightfoot tók við embætti borgarstjóra Chicago þann 20. maí 2019.[10] Nokkrum dögum síðar valdi Lightfoot Tom Tunney sem varaborgarstjóra.[11] Stjórn Lightfoot hefur verið mótmælt, sérstaklega af Black Lives Matter-hreyfingunni, sem stóð fyrir mörgum mótmælum eftir morðið á George Floyd árið 2020.[12] Lightfoot hefur jafnframt sett útgöngubann og lokað mörgum veitingastöðum og samkomustöðum vegna kórónuveirufaraldursins í Illinois.

Lightfoot bauð sig fram til endurkjörs árið 2023 en lenti í þriðja sæti í fyrstu umferð kosninganna. Hún er fyrsti borgarstjóri Chicago frá árinu 1983 sem hefur ekki náð endurkjöri.[13][14]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Lightfoot býr í hverfinu Logan Square í norðurhluta Chicago.[15] Hún er gift Amy Eshleman og á með henni ættleidda dóttur að nafni Vivian, sem var ellefu ára þegar Lightfoot náði kjöri.[16]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „The Latest: Lightfoot says election is a movement for change“. Associated Press. 2. apríl 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2019. Sótt 3. apríl 2019 – gegnum The Washington Post.
 2. „New Face and Longtime Politician Vying for Chicago Mayor“ (enska). Associated Press. 1. apríl 2019. Sótt 3. apríl 2019 – gegnum WTTW.
 3. „Chicago elects Lori Lightfoot as first gay and first black female mayor in city's history“. USA Today. 4. apríl 2019.
 4. Dardick, Hal. „Lightfoot on Emanuel challenge: She'll be progressive candidate who makes City Hall serve everyone“. chicagotribune.com (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2019. Sótt 21. júlí 2018.
 5. „Lori Lightfoot running for Chicago mayor“. ABC7 Chicago (bandarísk enska). 10. maí 2018. Sótt 21. júlí 2018.
 6. Staff, GoPride com News. „Lightfoot to become first openly lesbian candidate for Chicago mayor“. ChicagoPride.com (enska). Sótt 10. janúar 2019.
 7. „Live updates: Bill Daley concedes in Chicago mayoral race, as Lori Lightfoot and Toni Preckwinkle emerge from crowded field“. The Chicago Tribune. 26. febrúar 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann febrúar 26, 2019. Sótt ágúst 7, 2021.
 8. Donovan, Lisa. „The Spin: Activists against Lightfoot | Four years after Rahm vs. Chuy | Police plan Foxx protest“. chicagotribune.com. Sótt 27. október 2020.
 9. CNN, Madison Park and Steve Almasy. „The first African-American female mayor in Chicago history will be Lori Lightfoot“. CNN. Sótt 3. apríl 2019.
 10. Silets, Alexandra (17. september 2018). „Could Another Daley Become Mayor of Chicago?“. WTTW News (enska). Sótt 3. apríl 2019.
 11. Spielman, Fran (17. maí 2019). „Lightfoot shakes up the City Council“ (enska). Chicago Sun-Times. Sótt 2. febrúar 2020.
 12. CNN, Madeline Holcombe, Brad Parks and Ryan Young. „Chicago protesters rally at mayor's house a day after clashes with police“. CNN. Sótt 27. október 2020.
 13. Bauer, Kelly (1. mars 2023). „Mayor Lori Lightfoot Loses Reelection Bid, First One-Term Mayor In 40 Years“. Block Club Chicago (enska). Sótt 1. mars 2023.
 14. Korecki, Natasha (1. mars 2023). „Lori Lightfoot becomes the first Chicago mayor in 40 years to lose re-election“. NBC News.
 15. „Lori Lightfoot: A Potential Mayor Out of a Logan Square Resident“. LoganSquarist (bandarísk enska). Sótt 16. mars 2019.
 16. https://chicago.suntimes.com/columnists/lori-lightfoot-plans-to-tap-lgbt-voting-bloc-to-make-history-and-reach-city-hall/


Fyrirrennari:
Rahm Emanuel
Borgarstjóri Chicago
(20. maí 201915. maí 2023)
Eftirmaður:
Brandon Johnson