Magnús Kjartansson (myndlistarmaður)
Útlit
Magnús Kjartansson (fæddur 4. ágúst 1949 — látinn 12. september 2006) var íslenskur myndlistarmaður. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og kláraði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1972. Einnig stundaði hann nám við Konunglegu dönsku akademíuna.
Hann starfaði lengi sem kennari og prófdómari við Myndlistaskólann.