Bruce Goff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bruce Alonzo Goff (8. júní 19044. ágúst 1982) var bandrískur arkitekt.

Bruce Goff fæddist í Alton, Kansas. Goff var undrabarn og varð lærlingur í Rush, Endacott and Rush í Tulsa, Oklahoma, þegar hann var aðeins 12 ára. Frægustu byggingarnar sem hann teiknaði eru Bavinger House í Norman, Oklahoma, Ruth VanSickle Ford House í Aurora, Illinois, Colmorgan House íGlenview, Illinois, og Pavilion for Japanese Art við Los Angeles County Museum of Art. Helsta verk hans Joe D. Price House and Studio í Bartlesville, Oklahoma, eyðilagðist í eldi af völdum brennuvargs árið 1996.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.