Karl Friedrich Hermann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karl Friedrich Hermann

Karl Friedrich Hermann (4. ágúst 180431. desember 1855) var þýskur fornfræðingur og textafræðingur.

Hermann fæddist í Frankfurt. Hann nam heimspeki við háskólana í Heidelberg og Leipzig og lauk gráðu þaðan árið 1826. Að náminu loknu ferðaðist hann um Ítalíu en sneri aftur til Heidelberg þar sem hann kenndi við háskólann. Hann varð deildarforseti heimspekideildar háskólans í Marburg árið 1832 og síðar prófessor í klassískum bókmenntum. Árið 1842 tók hann við prófessorsstöðu í textafræði og fornleifafræði og stöðu deildarforseta við háskólann í Göttingen.

Hermann fékkst nokkuð við fornaldarheimspeki. Meðal rita hans má nefna Geschichte und System der Platonischen Philosophie (Saga og kerfi platonskrar heimspeki) (1839) og Culturgeschichte der Griechen und Römer (Menningarsaga Grikklands og Rómar) (1857-1858). Hann ritstýrði einnig útgáfu á textum Juvenalis og Persiusar (1854) og Lúkíanosar (1828).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.