Árni Ragnar Árnason
Útlit
Árni Ragnar Árnason (f. 4. ágúst 1941, d. 16. ágúst 2004) var íslenskur stjórnmálamaður og sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var þingmaður Reykjaneskjördæmis 1991 - 2003 og Suðurkjördæmis 2003 - 2004. Hann gegndi áður fjölmörgum trúnaðarstörfum, fulltrúi, útibússtjóri, rak bókhaldsstofu, var fjármálastjóri og deildarstjóri. Sat einnig í stjórn Hitaveitu Suðurnesja.