Fara í innihald

Henry Pelham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Henry Pelham
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
27. ágúst 1743 – 6. mars 1754
ÞjóðhöfðingiGeorg 2.
ForveriJarlinn af Wilmington
EftirmaðurHertoginn af Newcastle
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. september 1694
Laughton, Sussex, Englandi
Látinn6. mars 1754 (59 ára) St. James's, Middlesex, Englandi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurViggar
MakiCatherine Manners (g. 1726)
TrúarbrögðEnska biskupakirkjan
Börn4
HáskóliHart Hall, Oxford-háskóli

Henry Pelham (25. september 1694 – 6. mars 1754) var breskur stjórnmálamaður úr röð Vigga sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1743 til dauðadags.

Pelham gekk í Oxford-háskóla og tók þátt í orrustunni við Preston árið 1715. Hann varði nokkrum árum á meginlandi Evrópu og gekk síðan á breska þingið árið 1717 fyrir Seaford-kjördæmi í Sussex. Hann sat á þingi fyrir kjördæmið til ársins 1722.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Þökk sé fjölskyldutengslum sínum og meðmælum frá Robert Walpole var Pelham útnefndur fyrsti lávarður fjárhirslunnar árið 1721. Næsta ár gekk hann aftur á þing fyrir Sussex. Hann gekk í ríkisstjórn árið 1724 sem stríðsmálaráðherra en hann lét af því embætti árið 1730 svo hann gæti tekið við hinu arðbærara embætti greiðslustjóra hersins. Pelham vakti athygli þegar hann studdi afstöðu Walpole í deilum um hvort setja skyldi framleiðsluskatt í Bretlandi. Líkt og Walpole var Pelham einn af stofnformönnum munaðarleysingjahælisins Foundling Hospital sem var opnað árið 1739. Pelham varð forsætisráðherra árið 1742 eftir dauða Wilmington lávarðar og flokkssamruna árið áður.

Pelham var friðarsinni og því rak hann hernað Breta í austurríska erfðastríðinu ekki með mikilli streitu. Landsmenn voru þreyttir á átökunum og því mótmæltu þeir stefnu hans ekki að ráði. Árið 1746 reyndi konungurinn Georg 2. að fá Bath lávarð til að taka við embætti forsætisráðherra í stað Pelham en áætlun hans rann út í sandinn þegar Pelham og bróðir hans, hertoginn af Newcastle, sögðu af sér og ljóst varð að óskastjórn konungsins hefði ekki nægan þingstuðning án þeirra.

Árið 1749 tóku „samstæðulögin“ (Consolidation Act) gildi og með þeim var konunglegi breski flotinn endurskipulagður. Þann 20. mars 1751 tók nýtt breskt dagatal gildi og Bretland tók upp gregoríska tímatalið næsta ár. Ein af síðustu lögunum sem tóku gildi í ráðherratíð Pelham voru hjónabandslög ársins 1753 sem settu lágmarkslögaldur fyrir giftingar í Bretlandi. Pelham lést næsta ár og hertoginn af Newcastle tók við embætti forsætisráðherra.


Fyrirrennari:
Jarlinn af Wilmington
Forsætisráðherra Bretlands
(27. ágúst 17436. mars 1754)
Eftirmaður:
Hertoginn af Newcastle