Tyrkjaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ottómanaveldið)
Jump to navigation Jump to search
Veldi Ottómana þegar það var stærst.
Umsátrið um Vín 1683

Tyrkjaveldi, einnig nefnt Ottómanveldið eða Ósmanska ríkið, (ottómönsk tyrkneska: دولت عالیه عثمانیه, Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye, tyrkneska: Osmanlı Devleti eða Osmanlı İmparatorluğu) var stórveldi við botn Miðjarðarhafs sem stjórnað var af Tyrkjum. Það var súnní-múslimskt ríki stofnað árið 1299 af Oghuz tyrkjum undir stjórn Osman 1. í norð-vestur Anatólíu.[1] Eftir að Múrad 1. hafði farið sigurför um Balkanskagann á árunum 1362-1389 náði ríkið yfir hluta tveggja heimsálfa og gat gert kröfu um að kalla sig kalífadæmi. Ósmanar steyptu austrómverska keisaradæminu af stóli með því að ná Konstantínópel á sitt vald árið 1453 undir stjórn Mehmed 2.[2][3][4]

Tyrkjaveldi var miðpunktur samskipta milli vestur og austurlanda í rúmlega 600 ár. Tyrkjaveldi var stöðugt  efnahags- og samfélagslega alla 17 og 18. öld. Á blómaskeiði sínu, undir lok 17. aldar, náði ríkið yfir hluta þriggja heimsálfa og innihélt Balkanskagann og suðausturhluta Evrópu, stærstan hluta Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, frá Gíbraltarsundi í vestri til Kaspíahafs í austri og frá Austurríki í norðri til Sómalíu í suðri. Höfuðborg ríkisins var hin forna borg Konstantínópel í Evrópu eftir að soldáninn Memed sigursæli náði henni á sitt vald árið 1453.

Á miðri 18. öld dró þó nokkuð mikið úr krafti Tyrkjaveldis þegar Habsborgarveldið og Rússaveldi hófu að sækja að Tyrkjum í bardögum um landsvæði. Tyrkir töpuðum mörgum orrustum á þessu tímabili sem leiddi til mikils mannfalls, kostnaðar og töpuðu landsvæði. Þetta varð til þess að stórn Tyrkja hóf miklar umbætur, nútímavæðingu og endurbyggingu ríkisins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  1. "Ottoman Empire". Britannica Online Encyclopedia. Retrieved 11 February 2013.
  2. The A to Z of the Ottoman Empire, by Selcuk Aksin Somel, 2010, p.179
  3. The Ottoman Empire, 1700–1922, Donald Quataert, 2005, p.4
  4. The Grove Encyclopedia of Islamic Art and Architecture: Delhi to Mosque, Jonathan M. Bloom, Sheila Blair, 2009. p.82
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.