Vígahnöttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vígahnöttur er glóandi loftsteinn sem skilur eftir sig rák í loftinu, en var áður fyrr einnig haft um hinar ýmsu furðusýnir á lofti (loftsjónir). Varast ber að rugla vígahnetti saman við urðarmána

Í bók Jóns Eyþórssonar Veðurfræði, sem kom út árið 1955, stendur: „Vígabrandar og vígahnettir eru glóandi loftsteinar (stjörnuhröp) og síur úr þeim, sem falla til jarðar“. Vígahnettir svipar því til stjörnuhrapa, að því undanskildu að þeir loga og skilja eftir sig rák. Í Tímariti handa alþýðu um veðurfræði, er lýsing á vígahnetti:

Vígahnöttur. Árið 1930 á heiðskírum júnídegi laust eftir hádegi, sér margt fólk óvanlega bjart stjörnuhrap koma úr háloftinu niður himingeiminn, og hvarf kjarni þess niður á bak við fjall, sem kallað er Stóll. Ljósrák stjörnuhrapsins varaði alllengi á himninum, þar til hún smádofnaði og breyttist í svarta rák, sem varaði lengur, þar til hún hvarf. Fyrirbrigði þetta varaði allt að ½ tíma, gafst því fólkinu góður tími til þess að virða það fyrir sér í sólskininu.

Vígahnettir koma einnig fyrir í þjóðsögunum, eins og t.d. í Íslenzkum þjóðsögum og sögnum, eftir Sigfús Sigfússon, sem kom út á árunum 1922-1959. Þar segir: „Vígahnetti kalla menn ljósakúlur þær eða eldhnetti, sem hafa sýnzt oft berast langar leiðir áfram um himingeiminn“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.