Fara í innihald

Ágsborgarfriðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentuð útgáfa samkomulagsins frá 1555

Ágsborgarfriðurinn var samkomulag milli Karls 5. og schmalkaldíska bandalagsins, sem var bandalag lútherskra fursta í Heilaga rómverska ríkinu. Samkomulagið var gert á ráðstefnu í Ágsborg í Bæjaralandi þar sem nú er Þýskaland. Með samkomulaginu fengu furstarnir rétt til að ákveða ríkistrú í sínum ríkjum á þeirri forsendu að ríki og trú skyldu vera eitt, eða cuius regio, eius religio. Samkomulagið leyfði hins vegar aðeins val milli kaþólskrar trúar og lútherstrúar, en gerði ekki ráð fyrir annarri mótmælendarú eins og kalvínisma og anabaptisma.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.