Claude Perrault
Útlit
Claude Perrault (25. september 1613 — 9. október 1688) var franskur arkitekt sem er einna þekktastur fyrir að hafa hannað austurvæng Louvre-hallar í París sem hafði gríðarleg áhrif á byggingarlist nýklassíska tímans.
Hann var bróðir rithöfundarins Charles Perrault sem samdi eða endursagði mörg af þekktustu ævintýrum heims.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Claude Perrault.