Arfur
Útlit
Arfur samkvæmt erfðarétti eru þær eignir og réttindi sem aðili fær frá arfleifanda eftir andlát hins síðarnefnda. Á Íslandi er hægt að hlotnast arf annaðhvort samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá (bréfarfur) og/eða samkvæmt lögum (lögarfur). Arfi er að jafnaði úthlutað úr dánarbúi arfleifanda en einnig er arfleifanda heimilt að fyrirframgreiða arfinn að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.