Erich Maria Remarque
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Erich Maria Remarque, fæddur Erich Paul Remark, (22. júní 1898 – 25. september 1970) var þýskur rithöfundur, sem er einna þekktastur fyrir skáldsögu sína Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum (þýska: Im Westen nichts Neues), sem fjallar um lífið í fyrri heimsstyrjöld. Remarque gegndi sjálfur herþjónustu á Vesturvígstöðvunum í heimsstyrjöldinni fyrri. Bókin var bönnuð í Þýskalandi á tímum Þriðja ríkisins. Hún kom út í íslenskri þýðingu Björns Franzsonar árið 1930.
