Fara í innihald

Peter L. Berger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Peter Ludwig Berger (fæddur 17. mars 1929 í Vínarborg í Austurríki; d. 27. juni 2017 i Brookline, Massachusetts) var heimspekingur að mennt og er meðal annars þekktur fyrir bókinaThe Social Construction of Reality: A Treatise in the Sociology of Knowledge (New York, 1966), sem hann skrifaði ásamt Thomasi Luckmann.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Berger fæddist í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, þann 17. mars 1929 og er sonur George William og Jelka (Loew) Berger. Árið 1946 fluttist hann til Bandaríkjanna og þremur árum seinna, eða árið 1949, hlaut hann BA-gráðu frá Wagner-háskóla. Hann hlaut MA-gráðu í heimspeki frá the New School for Social Research (NSSR) árið 1950 og fjórum árum síðar, eða árið 1954, hlaut hann doktorsgráðu í sömu fræðum frá sama háskóla. Árið 1952 fékk hann bandarískan ríkisborgararétt og þann 28. september 1959 kvæntist hann Brigitte Kellner og eignuðust þau tvo syni, Thomas Ulrich og Michael George.[1]

Berger hóf starfsferil sinn sem félagsfræðingur hjá Columbus State University í Georgíu árið 1954. Næstu 25 árin starfaði hann við fjöldann allan af háskólum en árið 1981 gerðist hann prófessor við Boston University.

Berger hefur skrifað margar bækur sem einblína félagsfræði trúarbragða og félagsfræðilegar kenningar er varða efnahagslega þróun. Síðan hann gaf út bókina The Sacred Canopy árið 1966 hefur hann verið þekktur sem einn af áhugaverðustu og um leið umtöluðustu fræðimönnum á sínu sviði.[2]

Berger er eflaust þekktastur fyrir kenningar sínar um að félagslegur raunveruleiki sé ákveðin tegund af meðvitund. Berger hefur þó einnig fjallað mikið um samband samfélagsins og einstaklingsins. Í bókinni Félagsleg smíð raunveruleikans (The Social Construction of Reality) þróar Berger, ásamt Thomasi Luckmann, nýja samfélagslega kenningu sem skilgreinir „samfélagið sem hlutlægan veruleika og huglægan veruleika“. Með „huglægum veruleika“ samfélagsins á Berger við það ferli þegar mat einstaklingsins á veruleikanum er framkallað af samskiptum hans við hina samfélagslega uppbyggingu. Þannig verða nýjar uppfinningar eða hugmyndir hluti af okkar raunveruleika með hlutgervingu hvers og eins. Hlutgervingin verður síðan til þess að einstaklingar líta ekki lengur á hugmyndina eða uppfinninguna sem eitthvert mennskt fyrirbæri og við það verður hrösun (reification). Kenning Bergers um að félagsleg uppbygging byggist einnig að miklu leyti á mikilvægi tungumálsins, það er að tungumálið sé mikilvægasta táknmálið í samfélagi manna, er mjög líkt kenningum Hegels um Geist.

Eins og margir aðrir trúarbragðafræðingar síns tíma spáði Berger ranglega fyrir um veraldarvæðingu (secularization) heimsins. Í dag viðurkennir hann fúslega og með gáskafullum hætti að hann hafði rangt fyrir sér, enda styðja heimildir ekki hans fyrrum spádóma. Í kringum 1990 tjáði Berger sig opinberlega að trúarbrögð væru enn til staðar, væru ekki á förum og væru iðkuð í meira mæli en oft áður. Það væri þó mismunandi eftir stöðum en hann nefndi Bandaríkin sérstaklega í þessu samhengi. Berger benti þó á að bæði fjölhyggjan og hnattvæðingin hefðu breytt í grundvallaratriðum hvernig einstaklingar upplifðu trú sína. Þannig leitar einstaklingurinn nú frekar en áður að þeim trúarbrögðum sem hann vill iðka, í stað þess að iðka þau sem eru til staðar á hans heimaslóðum. Einnig telur Berger, og fjallar um það í bók sinni Dregið úr veraldarvæðingu heimsins (The Desecularization of the World), hvernig Vestur-Evrópa og akademía Vesturlanda hafi haldist veraldleg þrátt fyrir uppbyggingu trúarbragða annars staðar í heiminum.

Þrátt fyrir að kenningar Bergers tengist ekki nýjum kenningum á sviði trúarbragðafræða hefur hann þó hefur reynst mikilvægur fræðimaður á sínu sviði og hefur haft áhrif á fjöldan allan af trúarbragðarfræðingum, þar má nefna Robert Hefner, Michael Plekhon, James Davison Hunter og Nancy Ammerman.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]