Auðnir á Vatnsleysuströnd
Útlit
Auðnir (áður Auðnar) er bær í Kálfatjarnarsókn á Vatnsleysuströnd. Þaðan var stundað mikið útræði fyrr á öldum og var því mannmargt þar á vertíðum. Mikið slys varð þar þann 17. mars 1865 er menn voru að búa sig til róðrar. Þá laust niður eldingu í bæinn og hóp sjómanna sem stóðu þar undir vegg. Tveir menn dóu samstundis og margir voru illa leiknir af bruna. Einn þeirra dó skömmu síðar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1. bindi A-G, Bókaútgáfan Örn og Örlygur HF., 1984.