Fara í innihald

Auðnir á Vatnsleysuströnd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auðnir (áður Auðnar) er bær í Kálfatjarnarsókn á Vatnsleysuströnd. Þaðan var stundað mikið útræði fyrr á öldum og var því mannmargt þar á vertíðum. Mikið slys varð þar þann 17. mars 1865 er menn voru að búa sig til róðrar. Þá laust niður eldingu í bæinn og hóp sjómanna sem stóðu þar undir vegg. Tveir menn dóu samstundis og margir voru illa leiknir af bruna. Einn þeirra dó skömmu síðar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.