Auðnir á Vatnsleysuströnd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Auðnir (áður Auðnar) er bær í Kálfatjarnarsókn á Vatnsleysuströnd. Þaðan var stundað mikið útræði fyrr á öldum og var því mannmargt þar á vertíðum. Mikið slys varð þar þann 17. mars 1865 er menn voru að búa sig til róðrar. Þá laust niður eldingu í bæinn og hóp sjómanna sem stóðu þar undir vegg. Tveir menn dóu samstundis og margir voru illa leiknir af bruna. Einn þeirra dó skömmu síðar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.