Fara í innihald

Gary Sinise

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gary Sinise
Gary Sinise
Gary Sinise
Upplýsingar
FæddurGary Alan Sinise
17. mars 1955 (1955-03-17) (69 ára)
Ár virkur1980 -
Helstu hlutverk
George Milton í Of Mice and Men
Lt. Dan Taylor í Forest Gump
Mac Taylor í CSI: NY

Gary Sinise (fæddur Gary Alan Sinise, 17. mars 1955) er bandarískur leikari, leikstjóri, framleiðandi og tónlistarmaður sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Of Mice and Men, CSI: NY og Forrest Gump.

Sinise er fæddur í Blue Island, Illinois í bandríkjunum og er hálf-ítalskur að uppruna. Stundaði nám við Ríkisháskólann í New York í Oneonta, New York.

Giftist leikonunni Moira Harris árið 1981 og saman eiga þau þrjú börn.

Árið 2003 stofnaði Sinise ásamt Kimora Williams Lt. Dan Band, hljómsveit sem samanstendur af nokkrum söngvurum, gítarspilurum, trommurum og hljómborðsleikurum. Í heildina þá eru tólf meðlimir í hljómsveitinni. Sinise sjálfur spilar á bassagítar. Nafnið er virðing við persónu hans í kvikmyndinni Forest Gump (1994), Lt. Dan.

Stofnaði Operation Iraqi Children árið 2004 ásamt Laura Hillenbrand höfundinum að Seabiscuit: An American Legend.

Síðan 2006, þá hefur Sinise verið meðkynnir ásamt Joe Mantegna á National Memorial Day tónleikunum í Washington.[1]

Þann 8. desember 2008 var Sinise veitt bandaríska forsetaorðan fyrir borgara fyrir stuðning sinn gagnvart Bandaríska hernum og góðgerðarverk fyrir írönsk börn.[2]

Árið 1974, þá stofnaði Sinise ásamt tveimur vinum sínum Terry Kinney og Jeff Perry, Steppenwolf Theatre Company. [3] Síðan þá hafa margir frægir leikarar komið fram á borð við: Joan Allen, Kevin Anderson, Gary Cole, Ethan Hawke, Glenne Headly, John Mahoney, John Malkovich, Laurie Metcalf, Martha Plimton, Jim True-Frost og William Petersen. Hjá Steppenwolf þá notar Sinise tækifærið til að skerpa á bæði leikþjálfun sinni og leikstjórn.

Vann sem listrænn leikstjóri hjá Steppenwolf Theatre Company í sjö ár.

Hefur bæði leikstýrt og leikið í fjölmörgum leikritum á borð við: Grapes of Wrath, The Fith of July, The Indian Wants the Bronx, Road to Nirvana og Waiting for the Parade.

Árið 1988 þá leikstýrði Sinise kvikmyndinni Miles from Home með Richard Gere en þetta var hans fyrsta kvikmynd sem leikstjóri.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Sinise var í A Midnight Clear frá árinu 1992.

Árið 1992 kom út kvikmyndin Of Mice and Men byggð eftir samnefndri bók eftir John Steinbeck en Sinise leikstýrði og lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt John Malkovich. Myndin fékk gríðarlegar viðtökur og var Sinise tilnefndur til Palme d´Or verðlaunana á Cannes kvikmyndahátíðinni.

Árið 1994 kom út kvikmyndin Forrest Gump með Tom Hanks í aðalhlutverki en Sinise lék Lt. Dan Band í myndinni. Var Sinise tilnefndur bæði til Golden Globe og Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt.

Hefur hann síðan komið fram í fjölmörgum kvikmyndum á borð við: Ransom, Mission to Mars, Apollo 13, The Forgotten og The Human Stain.

Fyrsta hlutverk Sinise í sjónvarpi er frá árinu 1980 í sjónvarpsþættinum Knots Landing.

Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem Mac Taylor í CSI: NY.

Sinise lék í tveimur sjónvarpsmyndum George Wallace (1997) og Harry S. Truman (1995) sem gáfu honum Golden Globe, Emmy og Screen Actor verðlaun fyrir hlutverk sitt í báðum myndunum.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1992 A Midnight Clear Vance ´Mother´ Wilkins
1992 Of Mice and Men George Milton
1993 Jack the Bear Norman Strick
1994 Forrest Gump Lt. Dan Taylor
1995 The Quick and the Dead Lögreglustjóri
1995 Apollo 13 Ken Mattingly
1996 Albino Alligator Milo
1996 Ransom Rannsóknarfulltrúinn Jimmy Shaker
1998 Snake Eyes Commander Kevin Dunne
1999 All the Rage Morgan
1999 The Green Mile Burt Hammersmith
2000 Reindeer Games Gabriel
2000 Mission to Mars Jim McConnell
2000 Bruno Dino Battaglia
2001 Impostor Spencer Olham
2002 Made-Up Duncan Tivey
2002 A Gentleman´s Game Foster Pearse
2002 Hideous Man Hideous Man
2003 Mission: Space Capcom
2003 The Human Stain Nathan Zuckerman
2004 The Big Bounce Ray Ritchie
2004 The Forgotten Dr. Jack Munce
2005 Magnificent Desolation: Walking on the Moon 3D Talaði inn á
2006 Open Season Shaw Talaði inn á
2009 Beyong All Boundaries Ernie Pyle – Scripps Howard News Service Correspondent Talaði inn á
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1980 Knots Landing Lee Maddox Þáttur: Small Surprises
1984 American Playhouse Austin Þáttur: True West
1984 Family Secrets Mótórhjólamaður Sjónvarpsmynd
1986-1987 Crime Story Howie Dressler 2 þættir
1989 Hallmark Hall of Fame Ebby besti vinu Bill Þáttur: My Name is Bill W.
1989 The Final Days Richard Ben-Veniste Sjónvarpsmynd
1990 Hunter Lord Tony Rutherford Þáttur: Lullaby
1991 Grapes of Wrath Tom Joad Sjónvarpsmynd
1992 The Witness Ungur hermaður Sjónvarpsmynd
1994 The Stand Stu Redman 4 þættir
1995 Frasier Sid Þáttur: The Club
1995 Truman Harry S. Truman Sjónvarpsmynd
1996 46th Annual Primetime Emmy Awards Sjónvarp
1997 The 19th Annual CableACE Awards Sjónvarp
1997 George Wallace George Wallace Sjónvarpsmynd
1999 That Championchip Season Tom Daley Sjónvarpsmynd
2002 Path to War George Wallace Sjónvarpsmynd
2003 Fallen Angel Terry McQuinn Sjónvarpsmynd
2004-2005 CSI: Miami Rannsóknarfulltrúinn Mac Taylor 2 þættir
2009 CSI: Crime Scene Investigation Rannsóknarfulltrúinn Mac Taylor Þáttur: The Lost Girls
2004-til dags CSI: NY Rannsóknarfulltrúinn Mac Taylor 162 þættir

Leikstjóri

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1987: Crime Story - 2 þættir
  • 1988: Miles from Homes
  • 1989: thirtysomething - 2 þættir
  • 1991: China Beach - 1 þáttur
  • 1992: Of Mice and Men

Framleiðandi

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1992: Of Mice and Men
  • 1999: That Championship Season - Sjónvarp (Executive producer)
  • 2001: Impostor
  • 2009: Brothers at war (Executive producer)
  • 2005-2010: CSI: NY - 85 þættir
  • 2000-2001: One Flew Over the Cockoo´s Nest sem Randle P. McMurphy (Chicago)
  • 1997: A Streetcar Named Desire sem Stanley Kowlaski (Chicago)
  • 1995-1996: Buried Child - Leikstjóri (Chicago og New York)
  • 1993: Road To Nirvana - Leikstjóri (Chicago)
  • 1990: Grapes of Wrath sem Tom Joad (Chicago og New York)
  • 1986: Streamers sem Billy (Wahington)
  • 1986: The Caretakes sem Mick (New York)
  • 1985: Orphans - Leikstjóri (New York)
  • 1985: Balm in Gilead sem Dopey (New York)
  • 1984: Landscape of the Body - Leikstjóri (New York)
  • 1982: True West sem Austin - Leikstjóri (New York)

Hjá Steppenwolf Theatre Company:

  • 1986: Frank's Wild Years - Leikstjóri
  • 1984: Tracers - Leikstjóri
  • 1983: The Miss Firecracker Contest - Leikstjóri
  • 1982: Loose Ends sem Paul
  • 1981: Waiting for the Parade - Leikstjóri
  • 1981: Of Mice and Men sem George
  • 1981: Action - Leikstjóri
  • 1981: Morning Call - Leikstjóri
  • 1980: The Collection sem Bill
  • 1979: Exit the King - hljóðhönnun
  • 1978: The Fith of July sem John
  • 1978: Sandbar Flatland sem Jack Crack/Eric Goldeye
  • 1977: Rosencrantz and Guildenstern are Dead sem Rosencrantz
  • 1977: Mack, Anything Goes over the Rainbow - tónlistar revía
  • 1977: The Seahorse sem Harry Bales
  • 1976: The Indian Wants the Bronx sem Joey
  • ????: Getting Out

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Leikhúsverðlaun

[breyta | breyta frumkóða]

Drama Desk verðlaunin

  • 1983: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir True West
  • 1985: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Balm in Gilead
  • 1986: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Orphans
  • 1990: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Grapes of Wrath

Joseph Jefferson Verðlaunin

  • 1980: Verðlaun fyrir besta aukahlutverk í Getting Out hjá Wisdom Bridge Theatre í Chicago, Illinois.
  • 1981: Tilnefndur fyrir aðalhlutverk í Balm in Gilead hjá Steppenwolf Theatre Company í Chicago, Illinois.
  • 1982: Tilnefndur fyrir leikstjórn fyrir True West hjá Steppenwolf Theatre Company í Chicago, Illinois.
  • 1984: Tilnefndur fyri leikstjórn fyrir Tracers hjá Steppenwolf Theatre Company í Chicago, Illinois.
  • 1985: Tilnefndur fyrir leikstjón fyrir Orphans hjá Steppenwolf Theatre Company í Chicago, Illinois.
  • 1996: Verðlaun fyrir bestu leikjstórn fyrir Buried Child hjá Steppenwolf Theatre Company í Chicago, Illinois.
  • 2000: Tilnefndur fyrir besta aðalhlutverk í One Flew Over the Cuckoo's Nest hjá Steppenwolf Theatre Company í Chicago, Illinois.

Obie verðlaunin

  • 1983: Verðlaun fyrur bestu leikstjón fyrir True West.

Tony verðlaunin

  • 1990: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Grapes of Wrath.
  • 1996: Tilnefndur fyrir leikstjórn fyrir Buried Child.
  • 1996: Tilnefndur sem framleiðandi fyrir besta leikritið Buried Child.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari fyrir One Flew Over the Cuckoo´s Nest.

Tony svæðis leikhús verðlaunin

  • 1985: Tony verðlaunin fyrir Steppenwolf Theatre Company sem listrænn leikstjóri.

Kvikmynda og sjónvarps verðlaun

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films

Blockbuster Entertainment verðlaunin

  • 1999: Tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Snake Eyes.

CableACE verðlaunin

  • 1997: Verðlaun sem besti leikari í kvikmynd eða míniseríu fyrir George Wallace.
  • 1996: Verðlaun sem bestu leikari í kvikmynd eða míniseríu fyrir Truman.

Cannes kvikmyndahátíðin

Character and Morality fyrir verðlaun í skemmtanaiðnaði

Chicago Film Critics Association verðlaunin

  • 1995: Commitment to Chicago verðlaunin.

Chlotrudis verðlaunin

DVD Exclusive verðlaunin

Emmy verðlaunin

  • 1998: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir George Wallace.
  • 1996: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir Truman.

Golden Globe verðlaunin

  • 1998: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir George Wallace.
  • 1996: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Truman.
  • 1995: Tilnefndur sem besti aukaleikari í kvikmynd fyrir Forrest Gump.

Milan Internatioanl Film Festival

National Board of Review í Bandaríkjunum

Óskarsverðlaunin

  • 1995: Tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir Forrest Gump.

Satellite verðlaunin

  • 1998: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir George Wallace.

Screen Actor Guild verðlaunin

  • 1998: Verðlaun sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir George Wallace.
  • 1996: Tilnefndur sem besti leikarahópur fyrir Appolo 13.
  • 1995: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir Forrest Gump.
  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd eða míniseríu fyrir sjónvarp fyrir The Stand.

Young Artist verðlaunin

  • 2009: Michael Landon verðlaunin fyrir Operation Iraqi Children sjóðinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Families of Disabled Vets | National Memorial Day Concert“. PBS. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2009. Sótt 4. apríl 2011.
  2. „New Recipients Of Presidential Citizen Medals“. WBKO. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júlí 2011. Sótt 4. apríl 2011.
  3. „Gary Sinise: Ensemble Member Bio“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. desember 2007. Sótt 4.apríl, 2011.