William Gibson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Gibson árið 2008.

William Gibson (f. 17. mars 1948) er bandarískur furðusagnahöfundur sem er almennt talinn upphafsmaður undirgreinar vísindaskáldsögunnar sem nefnist sæberpönk. Snemma á 9. áratugnum birtust fyrstu smásögurnar hans sem voru dystópískar sögur um nálæga framtíð í film noir-stíl. Margar af þessum sögum komu út 1986 í smásagnasafninu Burning Chrome. Árið 1984 kom þekktasta skáldsaga hans, Neuromancer, út. Hún varð fyrsta vísindaskáldsagan sem vann öll þrjú þekktustu verðlaunin sem veitt eru fyrir slíkar bókmenntir; Nebula-verðlaunin, Hugo-verðlaunin og Philip K. Dick-verðlaunin. Í kjölfarið fylgdu tvær skáldsögur úr sama söguheimi, Count Zero (1986) og Mona Lisa Overdrive (1988). Árið 1990 kom út gufupönksagan The Difference Engine og síðan nýr þríleikur sem gerist í nálægri framtíð, Virtual Light (1993), Idoru (1996) og All Tomorrow's Parties (1999). Eftir 2000 hafa komið út nokkrar efsögur sem gerast í hliðstæðusamtíð okkar eigin samtíðar.

Margoft hefur verið reynt að gera kvikmyndir eftir sögum Gibsons en aldrei orðið af því. Johnny Mnemonic frá 1995 er lauslega byggð á fyrsta þríleiknum og New Rose Hotel frá 1998 er byggð á samnefndri smásögu eftir Gibson sem gerist í sama söguheimi.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.