John Wayne Gacy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

John Wayne Gacy (17. mars 194210. maí 1994) var bandarískur raðmorðingi. Hann var sakfelldur og tekinn af lífi fyrir nauðgun og morð á 33 drengjum en 29 þeirra hafði hann grafið undir húsinu þar sem hann bjó. Hinir fjórir fundust í nálægum ám, allt frá frá árinu 1972 og þar til hann var handtekinn árið 1978.

John Wayne Gacy fékk viðurnefnið „morðtrúðurinn“, þar eð hann klæddist ávallt trúðabúningi og var með andlitsmálningu í mörgum veislum sem hann hélt fyrir vini og nágranna. Þar skemmti hann börnum undir viðurnefninu „Trúðurinn Pogo“. John Wayne Gacy komst í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta dóm sem nokkur raðmorðingi hefur fengið, en hann var dæmdur í 21 samfellt lífstíðarfangelsi og hlaut 12 dauðadóma.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.