Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte
Útlit
Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte einnig kallaður Prins Bonaparte og Prins Jérôme Napoléon (9. september 1822 – 17. mars 1891) var annar sonur Jérôme Bonaparte konungs Vestfalíu og konu hans Katarínu prinsessu af Württemberg. Faðir hans var bróðir Napóleons Bonaparte. Eftir frönsku byltinguna árið 1848 var hann kosinn í þjóðarráð Frakklands sem fulltrúi Korsíku.
Hann kom til Íslands árið 1856 í tengslum við málaleitan Frakka um að fá leyfi til að koma upp franskri nýlendu í Dýrafirði.