1971
Útlit
(Endurbeint frá Október 1971)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1971 (MCMLXXI í rómverskum tölum) var 71. ár 20. aldar og hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - 66 létust þegar stigi gaf sig á Ibrox Park í Glasgow í leik milli Celtic og Rangers.
- 3. janúar - Fjarnámsháskólinn The Open University hóf starfsemi sína í Bretlandi.
- 8. janúar - Skæruliðasamtökin Tupamaros rændu sendiherra Breta í Úrúgvæ og héldu honum þar til í september.
- 11. janúar - Hugtakið Silicon Valley var fyrst notað af blaðamanninum Don Hoefler.
- 12. janúar - Sjónvarpsþáttaröðin All In The Family hóf göngu sína á CBS. Á Íslandi voru þættirnir sýndir í Kanasjónvarpinu frá 1972.
- 15. janúar - Asvanstíflan tók til starfa.
- 25. janúar - Idi Amin steypti Milton Obote af stóli og varð forseti Úganda.
- 30. janúar - Frost mældist 19,7° í Reykjavík sem var það kaldasta síðan 1918.
- 31. janúar - Mannaða geimfarið Apollo 14 lagði upp í ferð til tunglsins.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 5. febrúar - Apollo 14 lenti á tunglinu.
- 7. febrúar - Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey var stofnað.
- 7. febrúar - Konur fengu kosningarétt í Sviss.
- 8. febrúar - NASDAQ-vísitalan hóf göngu sína.
- 11. febrúar - Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og fleiri ríki gerðu með sér Hafsbotnssáttmálann sem bannaði kjarnavopn á hafsbotni.
- 13. febrúar - Víetnamstríðið: Suður-Víetnamar réðust inn í Laos með hjálp Bandaríkjamanna.
- 13. febrúar - Helsingforssamningurinn var endurskoðaður í Kaupmannahöfn. Meðal annars var kveðið á um stofnun Ráðherranefndar Norðurlanda.
- 15. febrúar - Bretar og Írar breyttu gjaldmiðlakerfum sínum úr tylftarkerfi í tugakerfi þannig að eitt pund jafngildi 100 pensum í stað 240 áður.
- 20. febrúar - Fimmtíu skýstrokkar gengu yfir Mississippi með þeim afleiðingum að 74 fórust.
- 21. febrúar - Alþjóðasamningur um skynvilluefni var undirritaður í Vínarborg.
- 26. febrúar - Sameinuðu þjóðirnar gerðu vorjafndægur að Degi jarðar.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Hryðjuverkasamtökin Weather Underground stóðu fyrir sprengjutilræði í bandaríska þinghúsinu.
- 1. mars - Forseti Pakistans, Agha Muhammad Yahya Khan, frestaði þingfundi um óákveðinn tíma sem leiddi til hrinu mótmæla í Austur-Pakistan.
- 4. mars - Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl á uppboði í London. Safnað hafði verið fyrir fuglinum um allt land fyrir uppboðið.
- 4. mars - Siglingafélagið Ýmir var stofnað í Kópavogi.
- 5. mars - Alþýðubankinn hóf starfsemi sína. Hann varð síðar hluti af Íslandsbanka.
- 8. mars - Bardagi aldarinnar átti sér stað þar sem Joe Frazier sigraði Muhammad Ali í hnefaleikum í Madison Square Garden.
- 11. mars - Lög voru sett um happdrættislán ríkissjóðs til fjáröflunar fyrir vega- og brúargerð um Skeiðarársand. Þremur árum síðar var vegurinn opnaður.
- 13. mars - Hljómsveitin Trúbrot frumflutti lögin af hljómplötunni ....Lifun í Háskólabíói í Reykjavík.
- 18. mars - Hæstiréttur Danmerkur kvað upp úrskurð, sem gerði dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum handritin, sem geymd höfðu verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
- 19. mars - Tollstöðvarhúsið í Reykjavík tekið í notkun.
- 26. mars - Austur-Pakistan lýsti yfir sjálfstæði frá Pakistan og Bangladess var stofnað.
- 28. mars - Síðasti þáttur Ed Sullivan Show fór í loftið.
- 29. mars - Kviðdómur í Los Angeles mæltist til þess að Charles Manson yrði dæmdur til dauða fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate, sem gift var Roman Polański leikstjóra.
- 29. mars - Bandaríski liðþjálfinn William Calley var dæmdur sekur fyrir My Lai-fjöldamorðin. Hann var síðar náðaður.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 3. apríl - Mónakó sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Un banc, un arbre, une rue“ sem franska söngkonan Séverine söng.
- 5. apríl - Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Glaumbæ.
- 5. apríl - Kommúnistaflokkurinn Janatha Vimukthi Peramuna hóf uppreisn í Seylon.
- 6. apríl - Veitingastaðurinn Bautinn var opnaður á Akureyri.
- 17. apríl - Sheikh Mujibur Rahman stofnaði Alþýðulýðveldið Bangladess en tveimur dögum síðar flúði stjórnin til Indlands.
- 17. apríl - Hollendingar og Frakkar mættust í fyrsta opinbera landsleik kvenna í knattspyrnu.
- 18. apríl - Magnús Torfi Ólafsson bar sigur úr býtum í spurningakeppni útvarpsins, Veistu svarið? Þremur mánuðum síðar var hann orðinn menntamálaráðherra.
- 19. apríl - Sovétríkin skutu geimstöðinni Saljút I út í geiminn.
- 21. apríl - Fyrstu íslensku handritin komu heim frá Danmörku og voru það Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.
- 24. apríl - Hálf milljón manna mótmælti Víetnamstríðinu í Washington-borg.
- 26. apríl - Ríkisstjórn Tyrklands lýsti yfir umsátursástandi í 11 héruðum, þar á meðal Ankara, vegna mótmæla.
- 28. apríl - Dagblaðið Il Manifesto hóf göngu sína á Ítalíu.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 12. maí - Stór hluti borgarinnar Burdur í Tyrklandi eyðilagðist í jarðskjálfta.
- 19. maí - Marsáætlunin: Sovétríkin sendu á loft könnunarfarið Mars 2.
- 22. maí - Fyrstu orlofshús opinberra starfsmanna voru tekin í notkun í Munaðarnesi í Borgarfirði.
- 22. maí - Borgin Bingöl í Tyrklandi eyðilagðist í jarðskjálfta. Yfir þúsund manns létust.
- 23. maí - 78 manns létust þegar flugvél hrapaði á Rijeka-flugvelli í Júgóslavíu.
- 28. maí - Saltvíkurhátíðin hófst, en þar komu saman um tíu þúsund unglingar og skemmtu sér um hvítasunnuna.
- 29. maí - Afhjúpaður var minnisvarði um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, konu hans og dótturson á Þingvöllum, en þau fórust þar í eldsvoða árið áður.
- 30. maí - Marineráætlunin: Bandaríkin sendu könnunarfarið Mariner 9 á loft.
- 31. maí - Útlagastjórn í Indlandi lýsti formlega yfir stofnun ríkisins Bangladess.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 6. júní - Mannaða geimfarinu Sojús 11 var skotið á loft.
- 6. júní - Fimmtíu létust við árekstur farþegaþotu af gerðinni McDonnell Douglas DC-9 og herþotu af gerðinni McDonnell Douglas F-4 nálægt Duarte í Kaliforníu.
- 9. júní - Noregur hóf fyrstu tilraunadælingu hráolíu af hafsbotni á Friggjarsvæðinu í Norðursjó.
- 13. júní - Alþingiskosningar voru haldnar: Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks féll eftir tólf ára samfellda setu. Framboðsflokkurinn (O-listinn) bauð fram í þremur kjördæmum.
- 13. júní - New York Times hóf útgáfu Pentagonskjalanna.
- 17. júní - Richard Nixon sagði eiturlyfjum stríð á hendur.
- 18. júní - Lággjaldaflugfélagið Southwest Airlines hóf starfsemi sína í Bandaríkjunum.
- 27. júní - Tónleikastaðnum Fillmore East í Manhattan, New York-borg, var lokað.
- 30. júní - Öll áhöfn geimfarsins Sojús 11 lést þegar loft lak út um gallaðan ventil.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júlí - Safnahúsið í Borgarnesi var tekið í notkun, en þar er meðal annars að finna merkilegt bókasafn og listaverkasafn.
- 4. júlí - Michael S. Hart gaf út fyrstu rafbók heims, Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, á tölvu University of Illinois at Urbana–Champaign.
- 5. júlí - Kosningaaldur er í Bandaríkjunum lækkaður úr 21 ári í 18 ár.
- 5. júlí - Stór fornleifauppgröftur hófst í Aðalstræti í Reykjavík undir stjórn Else Nordahl.
- 6. júlí - Hastings Banda var gerður að forseta til æviloka í Malaví.
- 11. júlí - Beint útvarp úr Matthildi undir stjórn Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárns hóf göngu sína og náði fljótt miklum vinsældum.
- 13. júlí - Her Jórdaníu hóf árásir á Palestínumenn í Jórdaníu.
- 14. júlí - Fyrsta ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar tók til starfa með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.
- 17. júlí - Ítalía og Austurríki gerðu með sér samning um Suður-Týról.
- 26. júlí - Appollo 15 var skotið á loft.
- 29. júlí - Bretland dró sig formlega úr Geimkapphlaupinu með því að lýsa yfir að notkun Black Arrow-burðarflaugarinnar yrði hætt.
- 30. júlí - 162 létust í árekstri Boeing 727-farþegaþotu og herþotu í Japan.
- 31. júlí - Áhöfn Appollo 15 prófaði í fyrsta sinn tunglbifreið á tunglinu.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 5. ágúst - Suður-Kyrrahafsráðið var myndað.
- 12. ágúst - Sýrland hættir stjórnmálasamskiptum við Jórdaníu út af landamæradeilum.
- 15. ágúst - Minnisvarði var afhjúpaður um Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi.
- 15. ágúst - Barein varð sjálfstætt ríki.
- 15. ágúst - Richard Nixon batt endi á gullfót Bandaríkjadals.
- 18. ágúst - Ástralía og Nýja Sjáland hættu þátttöku í Víetnamstríðinu og drógu herlið sitt til baka.
- 19. ágúst - Herforingjabylting í Bólivíu kom Hugo Banzer til valda.
- 21. ágúst - Fyrsta Alþjóðlega fornsagnaþingið var haldið í Edinborg í Skotlandi.
- 28. ágúst - Hróarskelduhátíðin var sett í fyrsta skipti.
- 29. ágúst - Eldur kom upp í kirkjunni á Breiðabólstað á Skógarströnd vegna gastækja og brann hún til kaldra kola. Á sama tíma kviknaði í bíl sóknarprestsins.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Hundahald var bannað í Reykjavík. Bannið stóð til ársins 1984.
- 3. september - Katar varð sjálfstætt ríki.
- 4. september - Boeing 747-farþegaþota hrapaði á fjall í Juneau, Alaska. Allir 111 farþegar vélarinnar fórust.
- 8. september - Sviðslistamiðstöð John F. Kennedy var vígð í Washington-borg.
- 9.-13. september - Attica-óeirðirnar áttu sér stað í fangelsinu í Attica í New York-fylki. Að lokum réðist Bandaríski þjóðvörðurinn inn í fangelsið. 42 létust, þar af tíu gíslar.
- 21. september - Pakistan lýsti yfir neyðarástandi.
- 29. september - Stormsveipur gekk yfir Bengalflóa með þeim afleiðingum að 10.000 létust í Indverska fylkinu Orissa.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Skemmtigarðurinn Walt Disney World var opnaður í Flórída.
- 9. október - TF EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar brotlenti á Rjúpnafelli. Flugmaður og farþegi sluppu án meiðsla og höfðu gengið 40 kílómetra frá slysstaðnum er þeir fundust.
- 27. október - Nafni landsins Austur-Kongó var formlega breytt í Saír undir stjórn Mobutu Sese Seko.
- 28. október - Breska þingið samþykkti aðild að Evrópska efnahagsbandalaginu.
- 28. október - Bretland skaut gervihnettinum Prospero X-3 á braut um jörðu með Black Arrow-eldflaug.
- 30. október - Ian Paisley stofnaði Democratic Unionist Party á Norður-Írlandi.
- 31. október - Írski lýðveldisherinn stóð fyrir sprengjutilræði efst í Póstturninum í London.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 8. nóvember - Hljómsveitin Led Zeppelin gaf út plötu án titils sem varð ein mest selda plata allra tíma.
- 10. nóvember - Hersveitir Rauðra kmera gerðu árás á flugvöllinn í Phnom Penh í Kambódíu.
- 14. nóvember - Shenouda 3. varð Alexandríupáfi.
- 15. nóvember - Intel setti fyrsta örgjörva heims á markað: Intel 4004.
- 23. nóvember - Alþýðulýðveldið Kína tók sæti Lýðveldisins Kína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
- 28. nóvember - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september tóku forsætisráðherra Jórdaníu, Wasfi Tel, af lífi.
- 28. nóvember - Bústaðakirkja var vígð.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. desember - Sex arabísk furstadæmi gerðu með sér bandalag og mynduðu Sameinuðu arabísku furstadæmin.
- 3. desember - Stríð Indlands og Pakistans 1971 hófst með árás Pakistana á níu indverska flugvelli. Næsta dag réðist Indland inn í Austur-Pakistan.
- 4. desember - Veitingahúsið Glaumbær, sem var einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík í áratug, gjöreyðilagðist í eldsvoða.
- 4. desember - Montreux-spilavítið í Sviss brann til grunna eftir slys sem varð á tónleikum Frank Zappa. Lag Deep Purple, „Smoke on the Water“, fjallar um atvikið.
- 8. desember - Undirritað var samkomulag um stjórnmálasamband á milli Íslands og Kína. Ári síðar opnuðu Kínverjar sendiráð í Reykjavík.
- 16. desember - Bangladess fékk sjálfstæði frá Pakistan eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu þegar her Pakistans gafst upp fyrir Indlandsher.
- 18. desember - Stærsta vatnsaflsvirkjun heims á þeim tíma, í Krasnojarsk í Sovétríkjunum, hóf starfsemi.
- 20. desember - Samtökin Læknar án landamæra voru stofnuð af tveimur samtökum franskra lækna sem höfðu unnið í Austur-Pakistan og Bíafra.
- 29. desember - Bretland hætti rekstri herstöðva á Möltu.
Incertae sedis
[breyta | breyta frumkóða]- Blisskerfið var þróað af Charles K. Bliss.
- Fyrsti græningjaflokkur heims stofnaður, Sameinaði Tasmaníuhópurinn í Tasmaníu til að berjast gegn virkjunarframkvæmdum.
- Fyrsti tölvupósturinn var sendur af Ray Tomlinson með ARPAnet.
- Norræna ráðherranefndin var stofnuð.
- Fríríkið Kristjanía var stofnað af hippum og hústökufólki í Kaupmannahöfn.
- Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf var stofnaður í Reykjavík.
- Fyrirtækið Borgarplast var stofnað í Borgarnesi.
- Fyrirtækið Cannondale Bicycle Company var stofnað í Connecticut.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 7. janúar - DJ Ötzi, austurrískur söngvari.
- 8. janúar - Dóra Takefusa, íslensk söng- og dagskrárgerðarkona.
- 14. janúar - Lasse Kjus, norskur skíðamaður.
- 16. janúar - Jonathan Mangum, bandarískur leikari.
- 17. janúar - Kid Rock, bandarískur söngvari.
- 18. janúar - Jonathan Davis, bandarískur tónlistarmaður (KoЯn).
- 26. febrúar - Erykah Badu, bandarísk söngkona.
- 2. mars - Stefanía Thors, íslensk leikkona.
- 19. mars - Haraldur Ringsted, íslenskur tónlistarmaður.
- 31. mars - Ewan McGregor, skoskur leikari.
- 1. apríl - Method Man, tónlistarmaður.
- 3. apríl - Shireen Abu Akleh, palestínsk blaðakona (d. 2022).
- 12. apríl - Nicholas Brendon, bandarískur leikari.
- 25. apríl - Hannes Bjarnason, íslenskur forsetaframbjóðandi.
- 27. apríl - Małgorzata Kożuchowska, pólsk leikkona.
- 8. maí - Kristján Finnbogason, íslenskur markvörður.
- 11. maí - Sigurður Eyberg, íslenskur leikari.
- 17. maí - Máxima Hollandsdrottning.
- 18. maí - Brad Friedel, bandarískur markvörður.
- 26. maí - Matt Stone, einn höfunda South Park.
- 26. maí - Gunnar Hansson, íslenskur leikari.
- 31. maí - Róbert Marshall, íslenskur stjórnmálamaður.
- 4. júní - Noah Wyle, bandarískur leikari.
- 5. júní - Mark Wahlberg, bandarískur söngvari og leikari.
- 6. júní - Petr Korbel, tékkneskur borðtennisleikari.
- 10. júní - Bruno N'Gotty, franskur knattspyrnumaður.
- 15. júní - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 16. júní - Tupac Amaru Shakur, rappari, leikari og skáld.
- 3. júlí - Julian Assange, ástralskur aðgerðasinni.
- 9. júlí - Scott Grimes, bandarískur leikari.
- 13. júlí - Bjarni Arason, söngvari og útvarpsmaður.
- 19. júlí - Vítalíj Klitsjkó, úkraínskur stjórmálamaður og hnefaleikakappi.
- 18. ágúst - Aphex Twin, breskur tónlistarmaður.
- 19. ágúst - Steinar Þór Guðgeirsson, íslenskur lögfræðingur og knattspyrnuþjálfari.
- 25. ágúst - Felix da Housecat, bandarískur plötusnúður.
- 31. ágúst - Junior Jack, ítalskur tónlistarmaður.
- 3. september - Kiran Desai, indverskur rithöfundur.
- 11. september - Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, íslenskur bókmenntafræðingur.
- 15. september - Ragnar Bragason, íslenskur leikstjóri.
- 18. september - Lance Armstrong, bandarískur atvinnugötuhjólari.
- 19. september - Rannveig Kristjánsdóttir, íslensk leikkona.
- 20. september - Henrik Larsson, sænskur knattspyrnustjóri.
- 3. október - Kevin Richardson, Bandarískur söngvari (Backstreet Boys)
- 13. október - Sacha Baron Cohen, enskur leikari.
- 19. október - Sveinn Geirsson, íslenskur leikari.
- 20. október - Snoop Dogg, bandarískur rappari.
- 20. október - Dannii Minogue, áströlsk söngkona og leikkona.
- 8. nóvember - Haraldur Örn Ólafsson, íslenskur fjallamaður.
- 23. nóvember - Chris Hardwick, bandarískur leikari.
- 23. nóvember - Jóhann G. Jóhannsson, íslenskur leikari.
- 24. nóvember - Lola Glaudini, bandarísk leikkona.
- 7. desember - Chasey Lain, bandarísk klámmyndastjarna.
- 18. desember - Andie Sophia Fontaine, íslenskur stjórnmálamaður.
- 24. desember - Ricky Martin, söngvari frá Púertó Ríkó.
- 26. desember - Jared Leto, bandarískur leikari.
- 30. desember - Chris Vance, enskur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Bob Hilliard, bandarískur textahöfundur (f. 1918).
- 6. febrúar - Lára miðill (f. 1899).
- 6. apríl - Ígor Stravinskíj, tónskáld (f. 1882).
- 5. maí - W.D. Ross, skoskur heimspekingur (f. 1877).
- 8. maí - Lars Pettersson, sænskur íshokkímaður (f. 1925).
- 19. maí - Drífa Viðar, íslensk myndlistakona, kennari og rithöfundur (f. 1920)
- 27. maí - Sigurður Norland, íslenskur náttúruverndarsinni (f. 1885).
- 11. júní - Ragnar Lárusson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1907).
- 3. júlí - Jim Morrison, söngvari The Doors (f. 1943).
- 7. júlí - Guðmundur B. Hersir, íslenskur bakari og knattspyrnumaður (f. 1894).
- 6. júlí - Louis Armstrong, bandarískur tónlistarmaður (f. 1901).
- 22. júlí - Kolbrún Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (f. 1923).
- 20. ágúst - Kristín Ólafsdóttir, íslenskur læknir (f. 1889).
- 11. september - Nikita Krústsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1894).
- 20. september - Giorgos Seferis, grískt skáld (f. 1900).
- 15. október - Pétur Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1896).
- 21. desember - Ásta Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1930).
- Eðlisfræði - Dennis Gabor
- Efnafræði - Gerhard Herzberg
- Læknisfræði - Earl W Sutherland, Jr
- Bókmenntir - Pablo Neruda
- Friðarverðlaun - Willy Brandt
- Hagfræði - Simon Kuznets
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1971.